Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Side 83
IÐUNN
Vísnabók Guðbrands biskups.
77
biskups Thordersens og er hann einnig í nýju útgáf-
unni. Þessi sálmur: »Þá kvöldmálstimi kominn var«,
er því það eina af kveðskap sr. Einars, sem almenn-
ingur á nú greiðan gang að. En því miður hefir
sálminum verið mjög breytt í sálmabókínni og að
vísu stórum til hins verra. Menn beri saman síðasta
erindið í Vísnabókinni og Sálmabókinni:
Vb.: »Holdið og blóð pitt, lierra minn,
hefir mig lifgað, prælinn pinn.
Gef pú, Jesú, ég proskist pvi
pessu samneyti jafnan í«.
Sb.: »Pitt hold og blóðið, herra minn,
mig hefir lífgað, prælinn pinn.
Gef, Jesú, líf mitt proskist pví,
að pín ég verði skepna ný«.
Petta er og ekki einsdæmi, að gömlum sálmum
hefir verið spilt með breytingum, og er furða, að
annað eins skuli látið óátalið.'
Næst sr. Einari á sr. Jón Bjarnason í Prest-
hólum drýgstan þátt í Vísnabókinni. Aðallega eru
það rímur út af nokkrum frásögum gamla testa-
mentisins. í fyrra parti bókarinnar eru Tobíasrímur,
svo sem ég drap á, 4 að tölu. Auk þess eignar Hálf-
dán Einarsson honum Júditsrímur 7 og Esterrímur
5 og Súsönnukvæði, hvort sem það er rétt eða ekki.
Ennfremur telur dr. Jón Þorkelsson vafalítið, að
Rutsrímur, 3 að tölu, séu annaðhvort eftir hann eða
sr. Einar. í síðara partinum er einn sálmur: »Um
höfuðóvini mannsins«, og þvi nær aftast í bókinni
Sýraksrímur, eða »Jesú Sýraksbók, snúin i rímur«;
er þar öllum 43 kapitulum Sýraksbókar snúið í ljóð
í 17 rímum. Loks eru »FIokkavísur eða heilræða-
vísur út af 4 mannkostum og dygðum«, á 2. hundr-
að erindi í dróttkvæðum hætti. Ég skal tilfæra eina
visu úr sáhninum »Um höfuðóvini mannsins«: