Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Page 84
78
Pétur Sigurðsson:
IÐUNK
»Veit mér, Drottinn, verndarhlíf
og vizku þá ég kynni
yfir að vinna andlegt kíf
óvinir svo rynni.
Freistni illa frá mér drif,
frið gef sálu minni.
Hans er jafnan hólpið lif,
sem hjástoð náir þinni«.
Rimurnar eru slétt og liðugt kveðnar. Sr. Jón sýnir
þar, að hann hefir góð tök á kveðandi og máli, notar
örsjaldan kenningar, og þá einfaldar mjög. Ég tek
af handahófi 2 erindi úr 1. Sýraksrímu:
»Gullið reynt í eldi er,
eins fer það um slíka;
þekkan guði hvern mann hér
hrygðin prófar Iíka.
í herrans kjósum hendur vér
heldur en manna falla,
því mikil svo hans miskunn er
sem menn hann sjálfan kalla«.
Sr. Jón hefir ort allmikið annað, og er talinn
ágætis skáld. Sonur hans var sr. Sigurður, er þjón-
aði Presthólum eftir hann, og er hann talinn mesta
sálmaskáld á 17. öld, að undanskildum sr. Hallgrimi.
Næsta sr. Einari og sr. Jóni má nefna þá bræður
Sigfús og Óiaf Guðmundssyni. Sr. Sigfús Guð-
mundsson var lengstum prestur á Þóroddsstöðum
i Köldukinn, kom hann þangað 1554 og bjó þar til
dauðadags 1597. t*egar hann kom að þóroddsstöð-
um, var þar alt niðurnítt, sem marka má af vísu,
þeirri, er hann kvað þá:
»Nú er Fúsi kominn í Kinn
kunnugur manni öngum.