Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Side 89
IÐUNN
Vísnabók Guöbrands biskups.
83
sem alkunnug eru, og skal ég ekki orðlengja um þau
kvæði. Aftast í bókinni eru »Nokkur erindi úr Elli-
kvæði Jóns Hallssonar«. Jón þessi var uppi á fyrra
hluta 16. aldar og getur Jón biskup hans í vísu um
höfuðskáld landsins á þeim timum (um 1530):
»------ Hallsson hróörar snilli
heíir kunnaö fyrir sunnan« — —
Nú þekkist ekkert af kvæðum Jóns Hallssonar, nema
þetta Ellikvæði, og er það mætavel ort. Eftir Skáld-
Svein er »Heimsósómi«. Það kvæði er til í kandriti
frá fyrra hluta 16. aldar, og er þar eignað Sveini,
en nafnlaust er það í Vísnabókinni. Um Svein þenna
vita menn annars ekkert. »Friðarbón« er eitt kvæði,
er dr. Jón Forkelsson telur úr kaþólskum sið; í
niðurlagi kvæðisins bindur höfundur nafn sitt og
kallar sig Árna. Loks er »það gamla Liljukvæði i
nokkrum erindum lagfært«. Ekki er getið um hver
lagfært hafi, en talið er það verk Arngrims lærða,
og svo gerir Hálfdan Einarsson. Kvæðið er prentað
eftir lélegum texta, og öllu breytt eða felt niður, sem
mint gæti á Mariudýrkun. Þannig er slept hinu fagra
erindi: »Máría þú ert móðir skærust«, fyrri hluta
erindisins: »Beiðig nú fyrir Máríu móður«, og vísu-
helmingnum: »Verða kann, að mærin minnist«. Sem
dæmi breytinga skal ég taka:
V. 87: »Máría, kreistu nijólk úr brjóstum,
min drotning, fyr barni pínu«
verður: »Miskunnar gefðu mjúkur þroski
mitt aö fóstra nái brjóstiö«,
wgimsteinn brúða og drotning himna«
verður: »gimsteinn lýöa, jöfur himna«,
og allstaðar, þar sem María er ákölluð, er því snúið
upp á Krist, og væri of langt að rekja það alt hér.
Sem við mátti búast, náðu þessar breytingar ekki