Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Page 90
84
Pétur Sígurðsson:
IÐUNN’
tilgangi sínum; vinsældir gömlu Lilju eru óskertar
enn í dag.
Um nafnlausu kvæðin skal farið fljótt yfir sögu.
Mjög er oft erfitt að greina milli þeirra kvæða, sem
ort eru fyrir og eftir siðskifti, meðal annars af því,
að hér eru þau ein kvæði tekin, sem engin pápiska
er í, eða þeim hefir þá verið breytt svo, að þau
mintu ekki á hinn forna sið. Þó má með vissu telja
kaþólskan »Adamsóð«, sem til er í handriti frá fyrri
hluta 16. aldar, ennfremur sennilega »Heimsósóma«,
3 kvæði, eitt þeirra er eftir Skáld-Svein, er ég mint-
ist á. »Vísur um limina Kristí« og »Krossvísur« eru
sjálfsagt svo gamlar; aftur efast ég um, að t. d. »Lög-
brotsvísur« séu úr kaþólskii tíð, þó að til séu í
handriti frá ca. 1580.
Um aðferð biskups við söfnun kvæðanna þarf ekki
að fjölyrða. Hann hefir safnað eldri kvæðum, þeim
sem hann náði í og þótti mega nota, fengið kvæði
aðalskáldanna, og jafnvel beðið þau að yrkja um
ákveðin efni; þykir mér sennilegt, að svo sé t. d.
um rimurnar. Að minsta kosti segir sr. Jón i Prest-
hólum það berum orðum í Sýraksrímum XIV:
»Til áræðis anda sinn
einn guö mér til lagði,
Hólastiftis herra minn
hróðrarefnið sagði.
Af þeirra trausti tók ég magn
tæpan dug að herða.
Vildi’ ég bæði garnan og gagn
gumnum mætti verða«.
Áður er nokkuð vikið að því, hver tilgangur bisk-
ups hafi verið með útgáfu Vísnabókarinnar. t*að voru