Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Side 91
ÍÐVNN
Visnabók Guöbrands biskups.
85
engin smáræðis áhrif, sem hún átli að hafa á hugs-
unarhátl landsmanna. Annað er, hvort nokkur sýni-
legur árangur hafi orðið af þessu.
Það má sjá, að þegar áður en Vísnabókin var
gefin út, helir biskupi þólt standa minna gagn af
starfi sinu, heldur en hann hefði óskað og til var
stofnað. Kemst hann svo að orði í formála Vísna-
bókarinnar: »Kunnugt er það góðum mönnum, að
ég hefi um nokkur ár fengist við að láta prenta
kver og bæklinga, sem ég meinti til gagns og nyt-
semdar vera mætti einföldum og ófróðum. En hvað
skeður? Þessir bæklingar liggja hér og fúna niður,
nema það sem ég gef í burt. Fyrir nokkrum árum
klagaði nálega hvör maður, að ekki fengist það nýja
testamentum, ekki gætu allir biblíu keypt, né hana
með sér borið; en nú það er falt, finnast fáir sem
þar um hugsa. Álíka og eins gengur enn til um vísur
og kvæði; þeir eru allmargir, sem jafnlega hafa beð-
ist eftir vísum og andlegum kvæðum, hugsa þá muni
lítið vanta á sannan sáluhjálpar fróðleik, og væri vel
ef svo reyndist. Og þó að ég sé þreyttur og uppgef-
inn að eiga lengur við það kostnaðarsama prentverk,
þá skal þó enn láta það eptir þeim, er slíkt girnast
— — —«. í »Kvæði um syndir og aðra ósiðu« er
vikið að hinu sania:
»Gagn oss hugöist gjöra pess vegna
og góöum mönnum vildi bjóða,
biskup vor með ráöi röskvu
ritning prenta lét til mentar.
Aö par mætti allir hitta
orðið guös, sem gaf oss forðum,
fésjóð pann, að flestir kynni
íinna, lét pví bibliu vinna.
Pakka Iátast lítt eður ekki
pó leið peim hérmeð vildi greiða.