Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Page 93
ÍÐUNN
Vísnabók Guðbrands biskups.
87
sigrað. En hinn kveðskapurinn var svo' samgróinn
þjóðinni, að ekki varð um þokað. Alþýðan er fast-
heldin á það, sem hún hefir tekið ástfóstri, þó að
annars sé um hana sagt, að hún sé gjörn til nýung-
arinnar. Að vísu heíir henni jafnan þótt vænt urn
sálma og andleg kvæði. En biblíurímur gátu ekki
náð fótfestu, þar sem annarsvegar voru Andrarimur.
Vér getum og sjálfir gert oss hugmynd um, hve
fjörgandi það heíir verið á vökunni að hlusta á 17
langar heilræðarímur úr Jesú Sýraks bók, þar sem
enginn er í bardaginn, fremur en guðspjöllunum. —
Þessi barátta gegn rímum og mansöngvum féll
ekki niður með Guðbrandi biskupi, heldur var haldið
áfram látlaust af höfðingjum kirkjunnar. En það
kom fyrir ekki. Þetta var svo rótgróið, að ekki gat
fallið fyrir öðru en tönn tfmans.
Vísnabókinni hefir að sjálfsögðu verið vel tekið;
margir lesið hana og lært sér til ununar, eins og má
enn i dag, mörg ung skáld lært af henni að vanda
mál og kveðandi. Útgáfan hefir vissulega ekki verið
unnin fyrir gíg. En að Vísnabókin hefir beðið ósigur
í aðalhlutverki sínu er ljóst af því, að á 17. öld voru
kveðnar tleiri rímur * og mansöngvar, en nokkui n
tíma áður, og enn jókst þessi kveðskapur jafnt og
þétt fram á síðustu öld. En 136 ár liðu þangað til
Vísnabókin var gefin út í annað og siðasta sinn.