Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Page 96
90
Gunnar M. Magnússon:
IÐUNN
um sig, eins og honum stæði á sama, þó honum
væri ekki ansað.
Einar »véli« stóð við sigluna.
»f*að er hann frændi minn«, sagði hann og hneggj-
aði stuttan hlátur. »Asgeir talar skæting og skamm-
ir um ættingja mína, og heldur að ég þakki fyrir,
eins og það væri smér og brauð«.
Ulfur néri augun svefnþrútin.
»Ég er engu nær. Eru ekki fleslir Eyrarbúar frænd-
ur þínir?«
^Pað væri nú heldur mikið af því góða. Onei. Við
Geiri ernm að ertast út af honum Arinbirni kaup-
manni. Geira er svo meinilla við hann, kallar hann
snýkjudýr, og þar fram eftir götunum. Ég svara að
sjálfsögðu fyrir frænda minn. En mér þykir verst að
vita ekki af hverju þetta hatur stafar. Ég er hrædd-
ur um að það sé þessi gamli stéttarigur, eða það er
af einhverjum misskilningi, því Arinbjörn er viður-
kendur sómamaður«.
Það var auðheyrt að Einar var rogginn af frænd-
seminni við Arinbjörn kaupmann.
Ásgeir sneri sér að Einari og svaraði með þj'kkju
í róinnum: »Þú trúir á frænda þinn sem mikilmenni.
Þú heldur að hann sé víðsýnn og sannleikselskandi.
Par held ég að þú farir öfugt með. Því hann er
smásál, hefir falsað manngildi og finnur sjálfsagt
ekki til samviskunnar af smásyndum«.
Einar brosti, eins og honum þætti gaman að hafa
ástæðu til að verja málstað frænda síns.
»f*ú verður aldrei fær utn að breyta almennings-
álitinu á Arinbirni með sleggjudómum þínum«, sagði
hann, og lagði ótrúlega mikla áherslu á fyrsta orð-
ið. »Hann er vinsæll virðingamaður, og mikið frem-
ur stórmenni heldur en smámenni. Engum hvers-
dagsmanni væri trúað fyrir þvf, sem honum er lagt