Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Side 98
92
Gunnar M. Magnússon:
IÐUNN
vöku, getur verið að ég segi ykkur frá þessu atviki,
sem skapað hefir álit mitt á Arinbirni. Pó það sé
ef til vill, ómerkilegt í ykkar augum«.
Hann tók af sér hlífðarsvuntuna og bjóst til að
fara undir þiljur.
»Sviktu okkur þá ekki væni. Við Einar teljum ekki
á okkur, að standa framyfir vökuskiftin næstu, tii
að hlusta á þig«.
Ásgeir brá sér undir þiljur, en Einar og Úlfur og
fleiri af hásetum bjuggust líl að renna færum sín-
um, og vita hvort fiskvart yrði.
Þetta var i byrjun kvöldvöku, seint i ágústmánuði.
Skipiði hét »Gullferja«, og var að veiðuin úti fyrir
Vestfjörðum. Húq var tvísigld, 40 smálestir að stærð.
Var hún gerð út frá Drekaeyri. Þar átti skipstjóiinn
heima, en hásetar voru úr öllum áttum.
Ásgeir og vökufélagar hans voru vaklir undir mið-
nætti, til að fara upp á þilfar.
Eftir að Ásgeir hafði drukkið sætt kaffi með hörðu
brauði, dreif hann sig í sjóstígvél sfn og köflótta
peysu færeyska, og fór svo upp á þilfar.
Hann gekk fram og aftur nokkra slund, teygði úr
sér og teygaði að sér næturloftið.
Það var heiðbjört nótt. Máninn sveimaði á veslur-
leið eins og silfurskjöldur í bládjúpri, þéllstirndri
heiðríkjunni. Silfraðar smáöldur gutluðu meinleysis-
lega við svarta skipshliðina, sem gljáði á í tungls-
Ijósinu.
Skipið tók hægar og mjúkar dýfur fyrir sigþungri
haföldu, en seglin blöktu hálfmáttlaus fyrir austan-:
andvaranum.
Nú rendi enginn færi. Fiskur fékst ekki fyr en
með aftureldingu.
Úlfur minti Ásgeir á loforð sitt.
^Það er best að ég láti þetta eftir ykkur«, sagði