Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Page 100
94
Gunnar M. Magnússon:
ÍÐUNN'
á að þeysa með nokkrar stúlkur í skemtiferð inn á
Hjallalandsveg. Hann fékk vfst litlar bætur fyrir þaö
slys. Rélt svo að bifreiðarstjórinn hundskaðist til að
flytja hann heim til sfn. Hann fór að staulast á fæt-
ur um það bil sem ég korn.
Fyrsta sunnudaginn, sem ég var á Eyrinni, sat ég
í rökkurbyrjun hjá gömlu hjónunum og ræddi við
þau. Rá var barið að dyrum og inn í herbergið kom
maður hár vexti og breiðvaxinn að sama skapi.
Hann var karfarauður í framan, alrakaður með gler-
augu á nefinu. Hann gekk varlega inn gólfið, heils-
aði rólega og fór hægt og gætilega að öllu«.
rrÞetta hefir verið Arinbjörn frændi; var hann ekki
með ljóst hár og grá augu?«
»Jú, það stendur vist heima. Ég liafði aldrei séð
þenna mann fyr, en giskaði á að það myndi vera
einhver meiriháttar bæjarbúi. En einhvernveginn gast
mér ekki að karfasvipnum á honum, og þessu at-
hugula, rólega og rannsakandi augnaráði.
Gömlu hjónunum þótti þetta auðsjáanlega óvæntur
gestur. Þau urðu stimamjúk og nærri því barnaleg,
eins og alþýðufólk verður oft, þegar heldri menn
koma í fátæklegar eldhússibúðir þess.
Og það var eins og gesturinn hefði ánægju af
framkomu þeirra. Hann brosti lítillega og stóð kyr
á miðju gólfi nokkra stund. Og á meðan var drep-
andi þögn fyrir okkur hin.
Loks færði gesturinn sig að stól, sem amma rétti
fram, settist á hann og fór að tala við afa. Hann
mintist á góða veðrið, aflaleysið og atvinnuskortinn
og loks á veikindi afa og hvernig heilsan væri. t*eg-
ar hann spurði lét hann afa svara sér með mörgum
orðum, eins og hann hefði sérstakt yndi af að ein-
blína á hann og heyra hann tala. Afi var svo vin-
gjarnlegur og biíðmáll að mér fanst um of.