Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Síða 102
■96 Gunnar M. Magnússon: iðunn
fjöllunum hærra«, sagði Einar, »en veit ég þó að
hann heíir margan fátækan glatt«.
Ásgeir hélt áfram:
»Einar heldur því fram, að Arinbjörn sé fæddur
listamaður. Eitt er víst að enginn leikur þykir boð-
legur á Eyrinni, nema hann leiki einhverja af höfuð-
persónunum.
Það var nokkrum dögum eftir heimsókn Arin-
bjarnar að ég sá að auglýst var að nýr sjónleikur
yrði sýndur í leikhúsi bæjarins. Leikurinn væri eftir
nýjan höfund og væri sniðinn eftir nútíðarlífinu.
Ennfremur var þess getið í auglýsingunni að beztu
leikkraftar bæjarins sýndu list sína. Ekki man ég
hvað leikurinn hét, en það gildir líka einu«.
»Eg man eftir þessum leik«, sagði Einar, »hann
hét: »Tvær stéttir« og frændi lék þar gamlan
bónda«.
»Alt þykist þú muna væni minn, sem honum
frænda þínum viðkemur«, sagði Úlfur brosandi.
»Jæja. Hvað nm það«, sagði Ásgeir. »Mig langaði
til að horfa á þenna sjónleik. Ég var óvanur slíkum
skemtunum. Meira að segja hlakkaði ég afarmikið
til leikkvöldsins. Og svo kom að þeirri stund, að
ég sat með ánægju á grjóthörðum og baklausum
þrælabekkjunum í leikhúsinu, og beið eftir því að
byrjað yrði.
Ég man ekki eftir séreinkennum margra leikenda.
Þeir voru flestir bragðdaufir. Að eins tveir festust
mér í minni. Annar var ungur maður, hálslangur og
giraffalegur, en hinn var Arinbjörn »frændi«, eins og
Einar kallar hann. f*eir voru oft saman og léku
höfuðpersónurnar.
Flestum hefir sjálfsagt fundist hann leika snildar-
lega bölvaður refurinn, en það var eins og ég væri
stunginn með hníf, þegar ég heyrði hann tala fyrstu