Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Side 105
ÍÐUNN
Um andlitsfarða.
99
mjallhvít, skinnbjört, björt, ljós, litfögur,
rjóð. »Brún bjartari, brjóst ljósara, háls hvitari
hreinni mjöllu«.
Sömu lýsingarorðin eða þessum lik finnum vér
hjá skáldunum æ siðan: Loftur riki kveður:
Víf kann skýrt að skarta
skartandi með lit bjartan,
gulls ber reið af rjóðum
rjóð gjörvöllum fljóðum.
Stefán Ólafsson kveður: »augnfögur, kinnrjóð.munn-
frið og smá, sem skírasta gullið á brún og brá«.
»Björt mey og hrein«. Páll Vídalín hefir lýsingarorðin
litfögur, litfríð. »Samt er rjóðust mér f minni |
meyjan góða hverju sinni«, segir bann. »Yndisverð á
íslandi | eru víf mjólifuð, | [satt er það; | ásján hvít,
áþekk mætum | augu hrein gimsteini | í allan stað.
— — — Enni hvítt, karfa-kinnar | koma næst og
og varir glæstar«, o. s. frv. kveður Eggert Ólafsson.
»Kynsæll á vör og kinnum morgunroði«, segir Svein-
björn Egilsson. »BIómgast litum bezta fljóð, sem
blóð i snjónum hreinum«, kveður Sig. Breiðfjörð. 1
kvæðinu »Pensill minn«, leggur Bjarni Thorarensen
ráðin á hvað þurfi til að mála þá »mey, sem meyja
íslands mjúk er fegurst snjallra«. Varalitinn á-
kveður hann svona:
Hamförum pá minn hugur áðan reið,
hann herti skeið
sólbrunnum Afra suðurlands með ströndum
kórall 1 fjöru par ég sandi sá
að svalur lá
kvöldsólar rjóður roðagyltur bröndum.
Og um kinnarnar segir hann þetta:
En svo að fagran farfann kinna sett
pú fáir rétt,