Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Qupperneq 106
100
Guðm. Finnbogason:
IÐUNN
að likan segi lýðir þeir, er skoða,
þá júnídrykkinn drekkur röðull sér
svo dýfðu þér
í samankveiktan kvöld- og morguuroða.
Steingrímur slær á líka strengi;
Augu þín tindra en blíðlega byrgir
blómroöi vangann og ljómar um hann
eins og þá roðnandi sólarlag syrgir
sumardag langan og fagran, er rann.
Brosa blómvarir,
blika sjónstjörnur,
roðnar heitur hlýr,
kveður Jónas. »Ljóshærð og lilfríð og létt undir
brún«, er kvenlýsing sem flestir íslendingar kannast
við og unna. Ég gæti haldið enn lengi áfram og
nefnt dæmi þess, hvernig Jón Thoroddsen, Benedikt
Gröndal, Grímur Thomsen, Hannes Hafstein, Bor-
steinn Erlingsson, Sigurður Sigurðsson o. fl. o. fl.,
lýsa góðu litarafti, rjóðum kinnum og rauðum vör-
um islenzku stúlknauna. Alt bendir það vissulega á,
að islenzkar konur hafi á öllum öldum átt litaraft
svo gott, að ekki þurfti um að hæta. Og ef menn
halda að þelta kunni að vera skáldaýkjur og öfgar,
þá vil ég svara því með orðum Snorra i hinum
fræga formála hans fyrir Heimskringlu, þar sem
hann gerir grein fyrir því, hvers vegna hann taki
það alt fyrir satt, um ferðir höfðingjanna og orust-
ur, er finst í þeim kvæðum, er kveðin voru fyrir
sjálfum höfðingjunum og sonum þeirra. Hann segir:
»en þat er háttr skálda, at lofa þann mest, er þá
eru þeir fyrir, en engi myndi þat þora, at segja sjálf-
um honum þau verk hans, er allir þeir, er heyrði,
vissi, at hégómi væri ok skrök, og svá sjálfr hann;
þat væri þá háð, en eigi lof«.