Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Qupperneq 109
IÐUNN
Um andlitsfarða.
103
hann til að smyrja sig og sitt fólk. Þar er hið miklá
aðgreiningarmerki ríkra og fátækra.
Pá má minna á, að með Egiplutn og Gyðingum
var það siður, að smyrja menn með viðsmjöri til
konungs, prests eða spámanns.
Par sem menn ganga klæddir, verður ekki ástæða
til að farða nema andlitið. Og kunnugt er að Egiptar
noluðu andlitsfarða fyrir 4500 áruin og höfðu til
þess blýövítu, menju, blýglans, brúnstein og fleiri efni.
Með grænleitum efnum gerðu þeir hring um augað.
Ninivebúar notuðu og andiitsfaiða. Vér sjáum hið
sama í biblíunni.
Um ísebel drotningu, er hundar átu i landareign
Jesreelsborgar, segir, þegar Jehú konungur kom til
Jesreel: »En er ísebel frétti það, smurði hún sig í
kring um augun, skrýddi höfuð sitt og hortði út um
gluggann«. (2. Kon. 9,30). Jeremias spámaður segir
við þjóð sína: »Pótt þú klæðist skarlati, þótt þú
skreytir þig með gull-skarti, þótt þú smyrjir augu
þin blýlit, til einskis gerir þú þig fagra« (4,30). Og
Esekiel segir um Jerúsalem: »Peirra vegna laugaðir
þú þig, barst lit í augu þér og bjóst þig í skarta
{23,40). Og að Zíonardætur hafi yfirleitt haldið sér
til, má sjá af því hvernig Jesaja talar um þær: »Sök-
um þess, að dætur Síonar eru drembilátar. og ganga
hnakkakertar, gjóta út undan sér augunum og tifa i
göngunni og láta glamra í öklaspennunum, þá mun
Jrottinn gera kláðugan hvirfil Zionar dætra og Jahve
gera bera blygðan þeirra. Á þeim degi mun Jahve
burt nema skart þeirra: öklaspennurnar, ennis-
böndin, hálstinglin, eyrnaperlurnar, armhringana,
andlitsskýlurnar, motrana, öklafestarnar, beltin, ilm-
baukana, töfraþingin, fingurgullin, nefhringana, glit-
'klæðin, nærklæðin, mötlana og pyngjurnar, speglana,
hndúkana, vefjarhettina og slæðurnar«. (3, 16—24).