Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Síða 110
104
Guðra. Finnbogason:
IÐUNhí
Grískar konur notuðu og stundum andlitsfarða, eink-
um heterur. Má minnaá, að i sögunni um »Herakles á
vegamótnmcc, er Xenofon lætur Sokrates segja ungutn
nianni, er sagt um konuna, er vinir kölluðu Far-
sæld en óvinir Vellyst, að »hún var lituð með
tállit svo hún sýndist skifta betur litum en eðlilega«.
Líkt er að segja um Rómverja, að rómverskar konur
notuðu stundum rauðan og hvitan andlitsfarða og
svertu augabrýnnar. Sigurvegarar smurðu sig og með
menju á sigurhelgum. Á 12. öld komst andlitsfarðinn
aftur i gengi í Florence, og þaðan breiddist siðurinn
til Frakklands. Á dögum Hinriks III. Frakkakonungs
(1551 — 89) notuðu lika karlnienn andlitsfarða. Á
dögum Loðvíks 14. er sagt að árlega hafi verið not-
aðar 2 miljónir farðakrukkur. — Um miðja 17. öld-
ina var það auk þess tizka, að konur límdu í andlit
sér svarta plástra hér og þar í ýmsum myndum, það
voru hringir, stjörnur, hálfmánar, fuglar, flugur. Á
mynd frá 1658 má auk annars af þessu tæi á enninu
sjá mynd af vagni með fjórum hestum fyrir, öku-
mönnum og persónu er situr inni í vagninum, er
þeysa yfir ennið á konunni. — Tilefnið til þessarar
tizku hefir að líkindum verið það, að einhver kona»
af heldra tæi hefir þurft að líma plástur yfir vörtu
eða bólu, og svo hafa aðrar þózt þurfa að gera þetta
líka, og það því fremur sem hvitt andlit verður enn
hvitara að sjá, er það fær slíka andstæðu, sem svartir
dilar eru.
Á 18. öldinni var í Frakklandi farðanum smurt
svo þykt, að andlitið var nálega óþekkjanlegt. 1781
t. d. keypti kona ein, rnadame Dugazon, 6 tylftir
krukkna af rauðum farða, hverja á 6 franka. Og
eins og kunnugt er, skartar farðinn enn á andlitum
margra kvenna víðsvegar um lönd og þykkastur á
andlitum léttúðarkvenna.
Ef vér nú spyrjum hvernig á því standi, að and-