Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Side 112
106
Guðm. Finnbogason:
IÐUNN
Viðhald og vöxtur fegurðarinnar, hvar sem er, og
þá ekki sízt kvenlegrar fegurðar, er því og á að vera
eitt af ævarandi markmiðum mannkynsins. En i
þessu efni er hverjum næst og skyldast að gæta
sjálfs sín, og þess vegna ætti það að vera og mun
vera ljúf skylda hverrar konu, að varðveita þá fegurð
sem henni er gefín og auka hana eftir megni, að svo
miklu leyti, sem það kemur ekki í bága við aðrar
æðri skyldur. Nú er fegurðin eins og annað gefín
mönnum i mismunandi mæli, en hvort heldur hún
er meiri eða minni, þá er viðhald hennar og aukn-
ing í því fólgin, að hjálpa sjálfri náttúrunni í starfi
hennar, þvi að fegurð manns kemur við heilbrigt
og samstilt starf þeirra afla, andlegra og líkamlegra,
sem í honum búa. Pessi öfl í sjálfum oss eiga ým-
ist i Ijúfri samvinnu eða stríði við öfí umheimsins,
og það sem á ríður er að hjálpa binum innri öfí-
unum, leiða þau í samvinnu við þau ytri öfíin, er
styrkja þau, og að veita þeim vígsgengi gegn skað-
legum öflum. Þetta verður skýrara, ef vér víkjum
aftur að hörundsfegurðinni, og ég skal þá leyfa mér
að taka upp orð eftir þýzkan höfund, dr. Ignaz
Saudek, i riti hans um fegrunarfræði (Kosmetik).
Hann segir: »Hvenær má kalla mannshörundið fag-
urt? Ef til vill er rétt að greina tvö stig fullkomn-
unarinnar i fegurð þess. Lægra stigið væri þá það,
þegar hörundið er heilbrigt, þegar það er laust við
alla hörundskvilla í þrengri merkingu og laust við
allar öfgar i lit, Ijóma, þykt og smitu, þegar ekkert
annarlegt óprýðir það, svo sem vörtur, fæðingar-
blettir eða ofbérar æðar. Það er fagurt í æðra skiln-
ingi orðsins, þegar það á alla þá eiginleika litar-
aftsins, er töfra hug og hjarta, þegar úthúðin er
smáger og slélt og ljómandi litir samþýðast í ljúfum
blæbrigðum, þegar blómi og stæling hörundsins ber
vitni um heilbrigði og æskuþrótt þess og gervalls