Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Side 113
IBUNN
Um andlitsfarða.
107
líkamans, og þegar það gefur frá sér hina dýrlegu
angan, sem er eitt af því er gerir konur sigursælar«.
Annar höfundur, Sc h lei c h að nafni.er Saudek vitn-
ar til, segir: »Hvílíkt furðuverk er hörund vortl Smá-
möskvað nærklæði, er vér altaf berum og aldrei get-
um farið úr. Það er töfravefur, gæddur einkennilegri
fegurð, Ijóma og gljáa, sem nægir meðan æskublóm-
inn er yfir honum, og þegar ellin kemur ber hann
rúnaristur allrar mannsins mæðu. Hvilikt starf hefir
hörundið í þarfir líkama vors! Það andar, það tempr-
ar likamshitann, það gefur frá sér úrgangsefni, það
tekur við lofti, Ijósi og raka og gefur frá sér, það
sýgur í sig heilnæm efni og eitur og gefur frá sér
verndandi fituefni, það dregst saman og það þenst,
það hefir sína sérstöku angan, er ekki að eins grein-
ir að ættkvíslir mannkynsins, heldur og á meiri
þátt i séreðli manna en alment er vitað; litauðgi
þess er mikil, og það er alþakið hárum, sem sum-
staðar eru ósýniieg berum augum, en annarstaðar
mynda einskonar runna og skóg«.
Hér var þá sýnt í stuttu máli, í hverju fegurð hör-
undsins er fólgin, hvaða störf það hefir að inna í
þarfir lfkamans og að fyrsta skilyrði fegurðar þess
er, að þessi lífsstörf séu heilbrigð. Verkefnið fyrir
konurnar, sem vilja halda hörundsfegurð sinni eða
auka hana, verður þá fyrst og fremsl heilbrigðir lifn-
aðarhættir, skynsamleg ræsting hörundsins og vernd-
un þess fyrir kvillum og skaðlegum áverkunum.
Allir vita t. d., að þeir sem altaf sitja inni fá fölan
og óhraustlegan hörundslit, en að sólskin og útiloft
kemur roða í kinnarnar. Á hinn bóginn er alkunn-
ugt, að ofmikill kuldi á hörundið getur skemt það
og gefið því ófagran lit. þá getur það og orðið of
þurt og sprungið. Nú er það læknanna að gefa ráð
um, úr hverju bezt sé að þvo sér, hvaða fituefnum
smyrja skuli hörundið úr til að verja það gegn of-