Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Síða 115
iÐUNN’
Um andlitsfaröa.
109
ráð virðing fyrir því sem ósvikið er, tilfinning t'yrir
því, að meira er að vera en sýnast, að sýndin er
hjóm eitt og skuggi, ef hún gefur annað í skyn en
undir býr. Sá sem ekki þorir að sýnast það sem
hann er, hann flýr sjálfan sig og týnir brátt sjálfum
sér og missir þar með það sem gerir aðra eign dýr-
mæta. Grlmudansleikur getur verið skemtilegur með-
an hann er leikur, en verði lífið sjálft að grímuleik,
þá er gamanið farið og ógeðið komið í staðinn:
»IIla smyrslin bæta roðann blygöar,
blæja glituö feimni, sem er mist,
dýrar perlur tárin hreinnar trygðar,
tjón pað fegrar engin prjálsöm list«.
Nú er það skiljanlegt, að freislnin til að falsa út-
lit sitl getur komið yfir þann sem finnur sárt til
þess sem ósýnd hans er áfátt, að sá sem ellin gerir
gráan og hrukkóttan reyni að berja í brestina með
farðanum. En hilt virðist ekki geta komið af öðru
en hugsunarleysi og óskiljanlegri blindni einfeldn-
innar, að ung stúlka, sem náttúran hefir gætt blóma
og hvíti æskunnar, geti fengið sig til að skifta á
þessari eðlisfegurð sinni og þeirri litfegurð sem fæst
í búðum. Hver vill skifta skíruin gullhring fyrir tam-
bakshring, hverjum þykja litaðar pappírsrósir fegri
en »roðnust rósa, runnin upp við lifandi brunna?«
En líkt þessu fer ungu stúlkunum, sem farða sig.
í staðinn fyrir lifandi roða og hvíti hörundsins, er
skiftir blæ með hverri geðshræringu, hverri kvikri
hugsun og hreyfingu, selja þær dauðan farðann, er
gerir andlitið að inúmíu. Og þó ekki sé annað en
»púðrið«, þá gefur það hörundinu óhraustlegan, dauð-
fölvan blæ, en að telja hið sjúklega fegra en hið
heilbrigða er smekkur sem gengur andhælis við lífið
sjálft.
Nú kynni einhver að halda, að það að breyta