Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Side 116
110
Guðm. Finnbogason:
iðunn
andlits eða háralit sinum væri í eðli sinu samskon-
ar og jafnafsakanlegt eins og að sniða fötin þannig,
að þau leyni sem mest göllum vaxtarlagsins eða gefi
í skyn annan vöxt en er. En það er misskilningur.
Það liggur í eðli fatanna, að þau eru umbúðir, og
um umbúðir er öllum vitanlegt, að þær geta veiið
með ýmsu móti og engin skylda að utan á þcim
sjáist hvað innan i er. Þess vegna þykir áhætta »að
kaupa köttinn í sekknum«, en enginn álasar sekkn-
um fyrir það. Fötin hylja líkamann, eða mega að
minsta kosti að ósekju gera það, því að hverjum er
frjálst að sýna rnikið eða lítið af líkama sinum inn-
an þeirra vébanda sem velsæmistilfinningin setur á
hverjum tfma. Fötin myDda þá jafnframt umgerð
um það sem sést af berum likamanum, og það er
ekki nema sjálfsagt að gera þá umgerð svo, að það
sem hún lykur um njóti sin sem bezt. En andlitið
er bert. Farðinn falsar lit þess.
Ung stúlka hér i bæ, sem ekki farðar sig, sagði
mér að hún hefði átt tal við ungan mann, sem hélt
því fram, að vel færi á því að konur förðuðu sig, og
svo sem til sluðnings máli sinu spurði hann, hvort
ungfrúnni þælli falleg ómáluð hús? Ég veit ekki
hverju hún svaraði, en ég mundi í hennar sporum
hafa spurt, hvort hann vildi eiga gamla skemmu, ef
hún væri vel máluð. Spurning þessa manns á sér
rætur i þeim skoðunarhætti, að fara megi með lif-
andi mannslíkamann eins og dauðan hlut, að það
sem fari vel á tré, eða bárujárni eða steinsteypuvegg,
það sómi sér vel á konuvanga. Hann gleymir því,
að mannsandlitið er spegill hins innra lifs, að það
ber á hverri stundu blæ af ástandi mannsins öllu og
að mikið af fegurð þess er fólgið í stöðugu samspili
hins innra og hins ytra, en þetta samspil gerir farð-
inn sitt til að hylja. Hann gleymir því, að ef konur
eru málaðar eins og hús, þá þyrfti raunar að gæta