Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Page 117
IÐUNN
Um andlitsfarða.
111
sömu varúðar um þær eins og nýmáluð hús, hengja
upp spjald er skrað væri stóru letri: nýmálaðl
svo að inenn fái ekki af vangá blett á sig af að
koma oínærri. Hann gleymir þvi lika, að eins og
regnið getur eyðilagt nýja málningu á húsi, eins geta
tárin spilt farðalitnum á vöngum kvenna:
»ihre Thránen waschen
die rothe Schminke fort«. Lenau.
Og það getur hent fegurstu konu, að fella tár.
Varla er önnur vísa frægari í islenzkum kveðskap,
en vísa Víglundar: »Stóðum tvö i túnia, að minsta
kosti veit ég enga vísu, er svo mörg skáld hafi reynt
að kveða upp, sem þessa:
Stóðum tvö í túni,
tók Hlín um mig sinum
höndum, háukligt kvendi,
háifögr ok grét sáran;
títt flugu tár um tróðu,
til segir harmr um vilja,
strauk drithvítum dúki
drós um hvarminn Ijósa.
Hugsið ykkur hvernig visan hefði orðið, ef Ketil-
riður hefði verið förðuð og skáldið þurft að lýsa því,
hvernig andlitið á henni varð alt skjöldótt eins og
illa málaður botnvörpungur, en drifhvítur dúkurinn
allur flekkóttur af farðanum. Nei, farðinn fer áreið-
anlega illa í Ijóði:
»og kun det kan fremad leve,
som en digters sang kan hæve«. Ibsen.
Af öllum þessum áslæðum, sem ég nú hefi greint,
vildi ég óska andlitsfarðanum sem lengst burt frá
þessu landi. íslenzkar konur þurfa hans ekki. eins