Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Side 119
3ÐUNN
Húslestrarnir og Helgi fróði.
Eftir Ingunni Jónsdóttur.
Alla búskapartfð foreldra minna, sem var yfír 50
ár, las móðir mín húslestur á hverjum einasta helgi-
degi árið um kring. Auk þess voru lesnir kvöldlestrar
allan veturinn alla rúmhelga daga og farið til kirkju
þegar tækifæri leyfði. þetta mun hafa verið nokkuð
víða siður þó út af því haíi borið, og sumir jafnvel
•efast um gagnið af því. Faðir minn sagði okkur þá
skrítlu, að einu sinni hefði presturinn á Stað, eftir
messu, brýnt fyrir sóknarmönnum, að lesa guðsorð
og syngja sálma. Fá sagði einn bóndinn: »Hver les
meir en Sigurður á Fjarðarhorni? Hver syngur meir
en Sigurður á Fjarðarhorni? og selur hann þó ekki
grúlmorkin skammrifin fyrir heila krónu«. — Sigurður
þessi var vel metinn bóndi, faðir þeirra merku bræðra:
Ólafs prófasts Sivertsens í Fiatey, Forvaldar í Hrappsey
og Matthíasar á Kjörseyri, sem allir voru taldir ríkir
menn. —
Ösköp sat fólkið með miklum alvörusvip meðan
lesið var, slundum tárfeldu sumar stúlkurnar.
Það var þó ekki mikið hjá þvi, sem grátið var í
kirkjunni, einkum þegar fermt var og svo á stór-
hátiðum, — þá lók nú í linjótana. Sérstaklega man
óg eftir tveimur konum, sem grétu svo mikið, að
tárin streymdu án afláls niður í kjöltu þeirra og
ekkinn lieyrðist um alla kirkjuna. Þessi guðsdýrkun
var ekki til þess fallin að auka lífsgleðina, sem ekki
var von, þegar djöfullinn »gekk í kring eins og grenj-
andi ljón, leitandi að þeim sem hann fengi uppsvelgt«.
Hann var alt eins voldugur og guð almáttugur og
þrengdi að lokum svo að honum, að hann sá engin
Iðunn VIII. 8