Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Qupperneq 120
114
Ingunn Jónsdóttir:
IÐUNN
lifandi ráð lil að bjarga mannkyninu önnur en þau„
að láta pina og lííláta son sinn. P. P. biskup segir
i einni föstuhugvekju sinni, að þegar Kristur var aö
dauða kominn á krossinum, þá hafi staðið yfir hið
harðasta stríð milli Ijóssins og myrkursins, og það hafi
lilið svo út um tíma, sem myrkrið ællaði að bera
hærri hluta, en fyrir þolinmæði og undirgefni Krists
hafi Ijósið borið sigur úr býtum. En þessi dýrkeypti
sigur varð þó eigi glæsilegur, þegar þess er gætt, að
djöfullinn átti eftir sem áður vald á sálum allra þeirra
manna, sem ekki voru kiistnir, og fjöldanum öllum
af þeim kristnu líka, svo það var harla óvíst, að i
himnaríki kæmust að lokum, nema »fáein krislin
vesalmenni og sköllóltir munkar«, eins og Frakka-
konungi einum varð að orði, þegar hann hætti við
að láta skírast af því, að hann vildi ekki eiga sálu-
félag með slíkum lýð. Þessar kenningar og aðrar,
sem mér fundust ekki skiljanlegri, höfðu mikil áhrif
á mig, þegar ég fór að hafa vit á, að taka eftir þeim,
og enn i dag get ég viknað af meðaumkun með sjálfri
mér, að sitja undir húslestrum dag eftir dag, hungruð
og þyrst í fræðslu og fá eintóma steina fyrir brauð.
Engan þorði ég að spyrja, þóttist vita, að ég fengi
snuprur, ef ég hreyfði efa um það sem stæði í bibl-
unni eða húslestrunum, og þegar ég var komin á
fermingaraldur var ég orðin svo þunglynd, að ekki
er gott að vita hvern enda það hefði haft, ef mér
hefði ekki komið óvænt hjálp.
Oft hafði ég heyrt getið um ílakkara nokkurn, sem
jafnan var nefndur Helgi fróði. Margt var sagt kyn-
legt af háttum hans. Hann hafði aldrei hafl hugann
við annað en bækur og aldrei getað lært nokkurt
verk, sem hann gæti unnið fyrir sér með. Tók svo
það ráð, að fara manna á milli og lifa á góðgerðum
þeirra. — Engan kost hafði hann átt á mentun fyrir
fátæktar sakir, annarar en þeirrar, sem hann aflaði sér