Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Page 121
iðunn Húslestrarnir og Helgi fróöi. 115
sjálfur af bókum, en í þá daga voru íslenzkar bók-
mentir ekki fjölskrúðugar og sist, að almenningur
ætti greiðan aðgang að þeim; þó þær þyki fremur
fátæklegar enn, hefir þeim bæzt margt og mikið siðan.
Sagt var, að ef Helgi fróði fékk nýja bók, vildi hann
ekki vera nálægt öðrum mönnum meðan hann las
hana, því ef honum geðjaðist ekki að efninu, berði
hann alt í kringum sig, og léti jafnvel hnefana ganga
á sínum eigin skrokk. Þess vegna lægi hann jafnan
úti við lesturinn þegar veður væri gott, en væri kalt
stæði hann við að lesa og stigi fram á fótinn, eða
hefðist við í fjárhúsum. Þá væri hann stundum svo
grimmur í rómnum og hávær, að heyrðist til hans
langar leiðir, en aðra stnndina svo bliður eins og
hann væri að hjala við barn.
Okkur systkinin var farið að langa afar-mikið til
að sjá þennan einkennilega mann, en þó hann væri
á ferð í Hrútafirðinum, kom hann ekki að Melum.
Einu sinni kom stúlka, sem þekti Helga vel. Hún
sagði okkur ýmislegt af honum, meðal annars það,
að hann lýsti stundum hvernig sér geðjaðist að fólki
með þvf, að likja því við einhverja hluti, t. d. hafði
hann sagt, að einn nafngreindur maður væri eins
og úldin hákarlsstappa. Og kona, sem við þektum
vel, væri eins og ef sér væri gefin stór skál full af
þykkum mjólkurgraut með rjóma út á, en á meðan
hann borðaði, væri hann laminn með svipu á bakið.
Hún kvaðst hafa spurt hann, hvernig honum geðj-
aðist að móður minni, Sigurlaugu á Melum. »Mér
geðjast að henni«, átti Helgi að hafa sagt, »eins og
ef ég ætti að vera um jólin á bæ, þar sem ég byggist
við að fá ekkert að borða, — en þegar ég kæmi inn
væri þar hlýtt og svo mörg ljós, að hvergi bæri skugga
á. Alt fólkið væri komið í hátíðafötin og heilsaði
mér alúðiega. Síðan væri mér vísað til sætis og sett
fyrir mig fult trog af hangikjötk. — »Fyrst þér