Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Side 123
iðunn
Húslestrarnir og Helgi fróði.
117
fyrir glys og tildur, en höfuðleysingjarnir þá, sem
hafa magann fyrir sinn Guðo. — Helgi fróði las jafnan
upphátt, og ég held að það hafi áreiðanlega verið í
fyrsta .sinni, að við heyrðum það, sem kallast gat
»upplestur«. Að vísu var gerður munur á söguleslri
og guðsorðalestri, en ekki svo, að það gæti heitið
nein list, en hjá Helga fanst mér koma fram reglu-
leg jist, eða að mjnsta kosti listhneigð, því enga til-
sögn hefir hann haft í þá átt, heldur varð að fara
eingöngu eftir sinni eigin tilfinning.
Margt bar á góma méðan hann var um kyrt. Við
vildum heyra álit hans um allar bækur, sem við
höfðum lesið. Pað eitt þótti okkur að, hvað hann
gerði litið úr uppáhaldsbók okkar »Pilti og stúlku«.
— Eitt sinn fengum við hann til að lesa Símonar-
smámuni upphált, og varð úr hið mesta glens og
gaman, því hann skaut fram mörgum hnyttilegum
athugasemdum jafnóðum og hann las. Ekki voru
þær allar góðgjarnar, þvi Símon var í litlu eftirlæti
hjá hojium. — Hann hafði yfir íslendingabrag Jóns
Ólafssonar. Pótti okkur þá, sem við heyrðum nýtt
kvæði, þó við hefðum lesið það áður. — Um guðs-
orðabækur töluðum við ekki að fyrra bragði; hefir
liklega fundist þær yfir það hafnar.
Ekki spöruðum við heldur, að láta hann líkja
okkur við ýmislegt, og líkuðu öllum samlikingar lians
vel, nema einni vinnukonunni, sem hann líkti við
spikfeitan sauðarmagál. Sú samliking gramdist henni,
þótti hún alt of holdleg; en Helgi varði sitt mál og
sagði, að i einum magál gætu búið ótal andar, og í
augum hennar væru einmitt ýmsar smáverur að sprikla.
Pað væru þessir Freyjukettir, sem Bjarni Thoraren-
sen talaði um: »í augum þjóta augum frá og annað
snerta ei hót«. — »Peir hafa haft hægt um sig þessa
daga, sem ég hefi verið hér«, sagði hann, »því drotn-
iug þeirra hefir ekki séð neinn, sem henni hefir þólt