Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Page 125
SÐUNN
Húslestrarnir og Helgi fróði.
119
Einu sinni spurðum við Helga hvort hann tæki
mark á draumum. »Nei«, sagði hann. »Ég veit að
vísu, að til eru þeir draumar, sem takandi er mark
á. Þeir eru runnir frá góðum öndum, sem vilja gera
mönnunum viðvart um ýmislegt. En svo eru líka
til ilia innrættir púkar eða lygaandar, sem hafa
gaman af að rugla skynsemi okkar með því, að
hvísla ýmsu bulli að okkur. Við erum ekki svo fulJ-
komin, að við getum greint þetta tvent i sundur og
þvi er bezt að sleppa draumum alveg.
Lúsifer í hugarhöll
hellir eitur-straumum,
tel eg mestu trúarspjöll
aö taka mark á draumum«.
Annars held ég, að Helgi fróði hafi hugsað talsvert
um dulræn efni, að minsta kosti man ég að hann
fas mikið og vitnaði í rit Svedenborgs.
Mishittur var Helgi fróði og ég veit, að ýmsir hafa
séð aðrar hliðar á honum en ég. Einn maður hefir
t. d. sagt mér, að þegar hann var ungur, hafi Helgi
-eitt sinn komið þar, sem hann átti heima. Þar var
nortbygð baðstofa, en á gólfinu undir baðstofulofti
var folald í stíu. Pað hafði þrifist illa um veturinn
•og var þess vegna sett þarna til þess að hægra væri
að hlynna að því. Þegar Helgi sá folaldið, stað-
næmdist hann fyrir framan stíuna tvístígandi og sagði:
wÞetta er ljótur kálfur«. Börnin, sem voru mörg á
heimilinu, flyktust að honum og reyndu að koma
honum í skilning um, að þetta væri ekki kálfur,
heldur folald, en hann gaf því engan gaum og hélt
áfram að hafa upp sömu orðin: »Petta er ljótur
kálfur«, og orti að lokum þessa vísu:
wfetta er ekki priflegt grey,
pað er ljótur kálfur.