Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Page 126
120
Ingunn Jónsd.: Húslestrarnir og H. fróði. iðunk
Engin gefi honura hey,
hirði ’ann fjandinn sjálfurcr
Helgi var þarna daginn um kyrt, en ekki segist þessi
maður muna eftir honum annað en þetta og svo að
hann hafi legið úti á túni og lesið bækur. — Þegar
hann byrjaði svona, þar sem hann kom ókunnugur,.
var ekki að furða þó fólkið héldi, að hann væri
annaðhvort sérvitringur eða fábjáni. En þegar maður
tók hann tali var fljótt auðfundið, að þar bjó auðug
og viðkvæm sál í tötralegum líkama, og tæpast stend
ég í jafnmikilli þakkarskuld við neinn, sem ég hefi
þó jafnlítið verið með, og Helga fróða.
Landnámsmenn.
i.
Ýmsar þjóðir geyma þjóðsagnir um þaö, hvernig
höfuðborgir þeirra hafi til orðið. Það þykir ekkÉ
ómerkilegt, og bezt er þó, ef guðir og æðri völd
hafa verið þar að verki.
Aðrar þjóðir, sem ungar eru að aldri, eiga sannar
sögur af þessu sama, en þá eru þær borgir manna-
verk eingöngu.
En ein þjóð á sanna sögu af þvi, hvernig guðirn-
ir bentu ástvini sínum á höfuðborgarstæðið. Pessi
maður var einnig faðir þjóðarinnar, fyrsti maðurinn,
vísirinn að þjóðinni. Hann vissi ekki, að hann var
að velja höfuðborgarstæði. Hann var að velja sér
bæjarstæði handa sér og fjölskyldu sinni. Hann spurðÉ