Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Page 127
IÐUNN
Landnátnsmenn.
121
guði sína og hlýddi vilja þeirra með þeirri karl-
mensku og því viljaþreki auðmýktarinnar, sem sann-
ir trúmenn eiga.
Þessi þjóð er íslendingar; borgin er Reykjavik og
maðurinn er Ingólfur Arnarson.
II.
Frænda átti Ingólfur mág og fóstbróður, alt í senn,
er Leifur hét, og var kallaður Hjörleifur.
Ekki má á milli sjá af sögunum um þá frændur,
hvor meiri hefir verið aö atgerfi, og mætti þó held-
ur ætla, að Hjörleifur hafi enn fremri þótt í þeirri
ment, er þá var karlmannlegust talin og göfugust, en
það var hermenska og óbilandi kjarkur. Hann fer í
hernað, en Ingólfur ráðstafar fjárhlut þeirra á með-
an, áður en þeir leggja af stað til íslands. Um hann
geymist sagan um hauggönguna frægu, en það þóttu
jafnan hinar mestu svaðilfarir, að herja í hauga til
slikra dólga og ekki fært nema afarmennum til afls
og karlmennsku allrar. Rá hefir og sá maður fundið
vöðvana svella og brjóstið þenjast af lifsafli, sem
varpar frá sér hvers kyns hjálp frá æðri verum og
trúir á mátt sinn og megin.
£n hann reisti enga höfuðborg og þrælshendur
breyttu þessum stælta skrokk i magnlaust hræ.
Sagan leiðir hér fram fyrir okkur tvær tegundir
manna. Báðar eru mérkilegar. Og báðar megum við
enn þá vel finna með þjóðinni.
III.
Eitthvað kann að vera óvísl um ættir þeirra Ing-
ólfs og Hjörleifs. En eflir því sem rakið er, voru
þeir þrimenningar að frændsemi. Ætt þeirra var á
Þelamörk i sunnanverðum Noregi, og var hún góð-
En sjálfir eru þeir fæddir og uppaldir í Firðafylki.
Gjörðust þeir brátt hermenn miklir og fóru í víking.