Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Page 128
122
Magnús Jónsson:
IÐUNN
Atli jarl hinn mjóvi var þá á Gaulum, og átti hann
þrjá sonu á svipuðum aldri og þeir voru Ingólfur
og Hjörleifur, en þeir voru þá um tvítugsaldur er
þeir lögðu lag sitt við þá jarlssonu og voru með þeim
í hernaði. Hétu jarlssynir Hásteinn eða Hallsteinn,
Hersteinn og Hólmsteinn. Féll vel á með þeim og
mæltust þeir til félagsskapar hið næsta sumar.
En brátt fór svo, að nokkuð annað kom upp á
teningnum, og var orsökin gamla og nýja sagan.
Ingólfur álti systur gjafvaxta er Helga hét.
Hún var væn kona og kurteis, og voru ástir með
þeim Hjörleifl og henni þótt ekki muni hafa verið
uppskátt látið. Efndu þeir fóstbræður nú til veizlu
um veturinn og voru jarlssynir þar. En áður þeir
skildu strengdi Hólmsteinn jarlsson þess heit, að hann
skyldi eiga Helgu Arnardóttur eða enga konu ella.
Flóamannasaga, er gerst greinir frá þessum atburð-
um, segir, að það væri Hersteinn er þetla heit festi,
og yfirleitt ber sögunum á milli um þá bræður. En
hvað sem um það er, varð af þessu fullur fjandskap-
ur og svigurmæli milli þeirra gömlu félaganna, jarls-
sona og fóstbræðranna. Feður þeirra beggja, örn og
Hróðmar, voru þá andaðir, er þetta varð.
Sögunum ber nú illa saman en líklega er rétt að
fylgja Landnámu. Fóru þeir fóstbræður þá í hernað
næsta vor til móts við sonu Atla jarls og sló í or-
ustu. Segir Flóamannasaga mikinn liðsmun verið
hafa, en saman ber þeim um, að Ölmóður hinn
gamli hafi riðið baggamuninn. Hann var sonur Hörða-
Iíára og því skyldur Ingólíi í móðurætt. Kom hann
til liðs við þá fóstbræður og féll Hólmsteinn í or-
ustunni en Hersteinn flýði.
Veturinn eftir fór Hersteinn með liði að þeim fóst-
bræðrum og vildi ná lífi þeirra til hefnda eftir bróð-
ur sinn. En það fór á annan veg. Feim komu njósn-
ir um ferð Hersteins, söfnuðu liði í skyndi og héldu