Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Page 131
IÐUNN
Landnárasmcnn.
125
valið sér eiginlegan bústað heldur verið á ferðalög-
um þótt þeir hefðu aðal bækistöð og líklega vetur-
setu í Álftafirði eystra.
V.
Eftir förina til lslands hafa þeir líklega verið ráðn-
ir í því að flytja sig búferlum til íslands. Að minsta
kosti hefir Ingólfur verið það. Um Hjörleif er það
sagt, að hann fór »í hernað í vesturvíking«. Hann
heldur fyrra hætti sinum, hvað sem íslandsferð leið.
Hann var ekki maður, sem lét slíkt á.sér festa, held-
ur lætur vaða á súðum. En Ingólfur er nú ráðinn í
að fara, og þá beinir hann sér að því og undirbún-
ingi þess. Hann hefir tekið ákvörðunina og tekur
einnig umsvifalaust afieiðingunum. Einmitt í þessum
undirbúningi öllum kemur munur þeirra frænda
vel fram.
Hjörleifur fer í vesturvíking. Hann gengur þar í
haug, berst við drauginn og nær sverði hans. Á hann
við það tækifæri að hafa fengið nafnauka sinn, en
hét áður Leifur aðeins. Hann er því líklega fyrsti
Hjörleifur í veröldinni, og nafn hans er ágætt rétt-
nefni á honum. Sverðið er tákn hans. Hann vegur
með sverði og fellur fyrir sverði. Máttur hans er í
sverðsegginni og er þar mikill en nær ekki lengra.
Hann herjar á írland og fær mikinn fjárhlut og þræla
marga. Hann sækir sér í einu gæfu sína og ógæfu
með sverði sínu, lán sitt og bana. Hann fær mikið
og það etur sig upp sjálft.
En Ingólfur fer hægar. Hann ver fjárhlut þeirra
til íslandsferðar. Það er eitthvað glæsilegt að stökkva
frá öllu, en það er heimska. Ingólfur á í fari sínu
n^dni hóndans, og hennar hefir verið ]»örf á íslandi
jafnan, frá fyrsta landnámsmanninum til vorra daga.
Sumrinu næsta fyrir íslandsförina gat eklci verið bet-
ur til annars varið en þessa, að búa svo um, að þeir