Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Page 132
126
Magnús Jónsson:
IÐUNKr
gengju ekki illa 'frá neinu og yrði það úr efnum
sínum, sem unt var. Hann trúir ekki á höppin sem
eiga að bjarga angurgapanum úr öllum ógöngum,
sem hann kemst i með ráðslagi sínu. Trúmaðurinn
í honum veit, að guð hjálpar þeim, sem hjálpar sér
sjálfur.
Hjörleifur kemur heim um haustið með sverðið
fræga og orðstir af för sinni svo mikinn, að hann
geymist enn i þjóðsögunni um hauggöngu hans. En
ekkert frægðarverk af Ingólfi frá þessu sumri geymist,.
en hann hefir verið búinn að koma^öllu fyrir eins
og þurfti.
Og svo var aðeins eftir i huga hans þetta siðasta
stóra atriði. Hvað sögðu goðin um þetta?
»Þenna vetr gekk Ingólfr at blóti miklu, ok leitaði
sér heilla um forlög sín«. Hann hefir enn þá verið*
við því búinn að beygja alt eítir vilja goðanna. En
var hægt að breyta ætlun, og snúa förinni upp í
annað, fara vestur um haf eða í annað fylki í Nor-
egi. En »fréttin vísaði Ingólfi til íslands«. Þetta er
ein af þessum óviðjafnanlegu stuttu setningum, sem
ekki verður breytt eða fram úr komist. ísland er
bygt í fyrstu að tilvísun guðanna af manni sem trúði
þeim. Abraham trúði guði og það var honum til
réttlætis reiknað, segir í biblíunni. Ingólfur trúði lika
guði, og trú hans varð sér ekki heldur til skammar.
»Hjörleifr vildi aldrei blóta« segir sagan í sömu
svifum. Hann barðist við drauga og ljómi stóð af
sverði hans.
Þeir sigldu til ísands sínu skipi hvor. »Hafði Hjör-
leifr herfang sitt á skipi, en Ingólfr félagsfé þeirra«.
Tvö skip sigldu til íslands og á þeim tveir menn
er vildu hefja bygð hér. Annar var víkingurinn, er
herjaði og fékk fé og þræla og vildi aldrei blóta
goðin. Hann kom hingað með herfang sitt og þræla.
Það var hans bústofn og framtlðarvon. Hinn kom