Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Page 133
IÐUNN
Landnámsmenn.
127
að tilvísan goðanna, trúaður, hygginn og ráðsettur
kappi, með heimafengið fé sitt, aflað með ráðdeild.
Það er ekki eingöngu af því að svo fljótt varð um
Hjörleif, að Ingólfur er jafnan talinq. landnámsmað-
urinn fyrsti þó að þeir tveir kæmu jafnsnemma til
landsins. Ingólfur er sá sanni landnámsmaður. Hann
er tákn þess, sem er heilbrigðast og best með þjóð-
inni. Hinn er tákn þess, sem er glæsilegt í svip, en
er eyðandi eldur í hverju þjóðfélagi. Þjóðin hefir
jafnan þekt þá Hjörleif og Ingólf í fari sínu, og hún
hefir sannfærst um, að þrátt fyrir glæsimensku Hjör-
leifanna eru það Ingólfarnir, sem hafa haldið í henni
lifinu fram á þennan dag.
VI.
Þeir Ingólfur og Hjörleifur höfðu samflot, þar til
er þeir sáu ísland, en þá skildi með þeim. Líklega
hefir það þó ekki verið viljandi, heldur mun dimm-
viðri og stormur hafa skilið þá, en það veðurlag
mætir mönnum oft er þeir nálgast landið hér, þótt
bjart hafi verið áður.
Skulum við fyrst fylgja Hjörleifi, því að hans saga
er styttri. Hann lét kylfu ráða kasti um landtökuna
eins og urn sjálfa lslandsferðina, enda hafði hann
ekkert að leita út fyrir vitsmuni og krafta sjálfs sín,
er hann trúði á. En ægilegt sýnist okkur það nú
vera, að hann skyldi hleypa þarna upp að landinu
upp á von og óvon, einmitt á þessu svæði, þar sem
svo mörg skip hafa steytt svo, að ekki hefir þurft
að að gera framar, en menn allir ýmist farist eða
nauðulega haldið lifi. Er þessi strönd sannkallaður
kirkjugarður sjómannanna, og marga skipsskrokkana
hefir hafsjórinn þar lamið sundur og niður í sandinn.
Hjörleifur tók land við höfða þann er síðan er
við hann kendur, og er þar víst ekki sérleg lending,
þótt betri kunni að hafa verið þar þá en nú er. En