Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Side 135
•SÐUNN
Landnámsraenn.
129
viðlit annað, en spyrja nú goðin vandlega, hvar
hann ætti að taka sér bústað í landinu. Það var
helgidómur, sem ekki tjáði að fara geistur og rasandi
inn í. Tekur hann því öndvegissúlur sínar, þá heilögu,
goðumvígðu gripi, varpar þeim í sjóinn og biður þær
ráða leiðinni. Hafa þær án efa verið reirðar saman
eða hlekkjaðar, því varla er það trúlegt, að þær
hefðu að öðrum kosti fylgst að svo Ianga leið sem
þær fóru og krókótta. En er veður það skall á, sem
skildi þá fóstbræður í hafinu, hefir hann og tapað
af þeim og varð hann því að halda þar að landi
fyrst, er verkast vildi. Hilti hann land austar nokkru
en Hjörleifur og er þar annar höfði við hann kendur.
þarf þó ekki að ætla, að þeir hafi lent fast við höfða
þessa, þólt þeir gæfu þeim nöfn sín. Þeir eru báðir
stórir og gnæfa yfir sandana í kring. Ekki var lend-
ing Ingólfs betri en Hjörleifs, og þá ekki útsýn lakari,
því að þar mun útsýn að öllu athuguðu stórfengleg-
ust á öllu landinu, sem Ingólfur lenti. Öræfajökull,
mesta fjall landsins blasir þar við í allri dýrð sinni,
og var þar vel valinn af vættum Iandsins fulltrúi sá
er fyrsta landnámsmanninum skyldi heilsa.
En hvað stoðaði náttúrufegurðin, er goðin létu
hann ekki finna þar vísbendinguna um bólfestuna,
öndvegissúlurnar? Á brott varð hann að halda. En
i stað þess að leita austur á bóginn, í áttina þangað,
«r hann hafði áður verið, sýnist hann þegar hafa
séð það (af vindstöðu?), að súlnanna væri að leita i
vesturátt. Sendi hann því þræla sina, þegar er fært
var næsta vor, vestur eftir að leita þeirra. Komust
þeir alla leið vestur að Hjörleifshöfða, og hefir það
verið erfitt ferðalag yfir stór vötn og víða sanda, og
verður seint hægt að ímynda sér öll þau kynstur. af
frægðarverkura, allan þann kjark, þol það og afl,
sem felast undir fáyrðum Landnámu, er hún segir
frá þeim er fyrstir bygðu landið. En er þrælarnir
IOunn Vllk 9