Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Qupperneq 136
130
Magnús Jónsson:
IÐUN»'
komu að Hjörleifshöfða, sáu þeir vegsummerki og
fundu Hjörleif dauðan. Varð þeim þá svo við, að
þeir hættu leitinni og stukku til baka og sögðu Ing-
ólfi tiðindin.
Hvað sem öndvegissúlunum leið varð Ingólfur nú
að halda vestur að Hjörleifshöfða. Hefndarskyldan
eftir fóstbróðurinn knúði hann, og þá einnig hitt,.
að komast fyrir það, hvernig í öllu lægi og bjarga
konunurn ef unt væri. Segir ekki í sögunni af hon-
um fyr en hann er kominn að Hjörleifshöfða, og er
ekki ósennilegt að hann hafi búið skip sitt af nýju-
og haldið því þangað. Er það ekki löng sjóleið.
Þess er ekki getið að hann hafi farið austur aftur,
og því hefir hann komið með búslóð sína alla,
menn, skepnur og hluti, enda var nú búið að leita
súlnanna á þessari leið.
Þegar Ingólfur sá Hjörleif dauðan sagði hannr
»Lítit lagðist hér fyrir góðan dreng, er þrælar skyldu at
bana verða, ok sé ek svá hverjum verða, ef eigi vill
blóta«. Auðvitað gat Ingólfur ekki vitað með vissu
að þrælarnir hefðu drepið Hjörleif. Hann var ekki
svo kunnugur landinu, að hann gæti svarið fyrir,
að þar væru menn einhverjir fyrir. En hvort sem
er, að hann hafi sagt þessi orð þarna eða þá síðar,
er hann var búinn að hefna fóstbróður síns, þá var
það eölilegt að honum djúti þetta í hug, bæði um
þrælana og um trúleysi Hjörleifs, og lýsir setningin
Ingólfi vel og alvöru hans. Sá hann að skipsbátur
Hjörleifs var horfinn, og hefir þá strax getað séð, að
drápsmennirnir mundu hafa farið á brott í honum.
Hitt mun rétt vera að það sé missögn, er segir í
Landnámu, að Ingólfur hafi séð Vestmannaeyjar af
Hjörleifshöfða. Hann hefir þá upphaflega ætlað að
leita þrælanna á landi. Sjálfur var hann kominn
austan á skipi sínu og hafði ekki orðið neins báts
var, og þrælar hans höfðu farið landveg að austan