Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Page 141
aÐUNN
Landnámsmenn.
135
Taxa, og áður en nokkur svo að segja veit, er hér
að byggjast höfuðbær landsins.
Hér á sama staðnum, sem goðin sögðu Ingólfx að
hann skyldi velja fyrir bæ sinn.
XI.
Merkilegast í fari Ingólfs Arnarsonar er trú hans.
"Við eigum varla sögur af meiri og sannari trúarhetju
en honum, hvorki í heiðnum né kristnum dómi. Og
þessi trúrækni sýnist hafa verið ættgeng. Er alkunn
sagan af Porkeli mána, sonarsyni Ingólfs. Segir svo
af honum: »Son þorsteins var þorkell máni lögsögu-
maðr, er einn heiðinna manna hefir bezt verit sið-
aðr, at því er menn vila dæ.ma til. Hann Jét sik
bera i sólargeisla i banasótt sinni, ok fal sik á hendi
þeim guði, er sólina hatði skapat; hafði hann ok
lifat svá hreiniiga sem þeir kristnir menn, er bezt
eru siðaðir«. þelta heiir að maklegleikum þótt bera
vott um einstaklega ríka og fagra trúarkend. En þó
dái ég meira trúrækni afa hans, Ingólfs. Þetta and-
látsorð þorkels Jýsir honum sem djúpsæjum spek-
ingi og leitandi anda, en hann er »fríþenkjari« og
er það trúarbrögðunum ef til vill ekki minna gagn
en hitt. Trúna á goðin hefir hann mist. Hann hefir
týnt guði og elskar hann þá mest eins og ekki er
óalgengt. En Ingólfur býr ekki að neinu slíku. Hann
hefir sína gömlu trú á goðin. En hún er ekki ein-
tóm blóðlaus »barnatrú«, heldur kraftur, sem stýrir
lífi hans, sannfæring um að eftir henni beri að lifa,
-annars vegni manninum illa og hún er undirstaða
amdir lífi hans, athöfnum og velmegun.
Af svo mikilli trú er bæjarstæði Reykjavíkur valið.
M. J.