Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Qupperneq 144
138
Bengt Lidforss:
IÐUNN
egg og sæði mætast og renna saman. — Nú getur
maður hugsað sér, að kynferðið sé fyrirfram ákveð-
ið, þannig að t. d. helmingurinn af eggjunum hafi
í sér »karlefni« og hinn helmingurinn »kvenefni«, en
sæðisdýrin ættu þá að vera kynlaus. Alveg eins gæti
það hugsast, að sæðisdýrin væru að hálfu leyti karl-
kyns og að hálfu kvenkyns, en eggin áhrifalaus. Hvor
þessara skoðnana sem rétt væri, kæmi það í einn
stað niður að því leyti, að kynferði afkvæmisins væri
ákveðið fyrirfram þ. e. á undan frjóvgunar-
athöfninni. — En svo er líka hægt að hugsa sér
það, að bæði eggin og sæðisdýrin séu áhrifalaus í
sjálfu sér, en kyn afkvæmisins mótist af einhverjum
sérstökum ástæðum síðar á meðgöngutímanum. Það
væru þá utanað komandi áhrif, sem kynferðinu réðu.
Priðja skoðunin, að kynferðið mótist á því augna-
bliki, sem egg og sæði mætast, þykir nú ekki koma
til greina framar, af ástæðum, sem hér verða ekki
taldar.
Ef vér lítum nú á þessar tvær skoðanir, þá hefir
sú skoðunin, að kynið sé ákveðið á undan frjóvgun,
átt fjölda formælenda. Menn hafa venjulega hugsað
sér, að það séu egg-frumlurnar, sem ráði úrslitun-
um. Sé helmingur þeirra með karl-eðli, en helmingur
með kven-eðli,en sæðisdýrin séu öll sama eðlis og hafi
engin áhrif á kynferðið. Studdust menn einkum við
athugun á dýrum, sem eru þess eðlis, að egg þeirra
þroskast án frjóvgunar frá karldýri, Parþenógenesis
kalla vísindamennirnir það (meyjarfæðing). Sum dýr
mynda bæði stór egg, sem verða að kvendýrum, og
smærri egg, sem verða að karldýrum. En einmitt
þessi mikli munur, að frjóvgunin fer hér ekki fram,
gerir það að verkum, að varasamt sýnist, að heim-
færa athuganir á slíkum dýrum upp á hin, þar sem
venjuleg frjóvgunarathöfn milli kynjanna fer fram.
í>ó má segja, að athugun ein, sem dýrafræðingurinn