Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Síða 148
142
Bengt Lidforss:
IÐUNW
kvendýrið er auðugra kynið, heyra einnig hænsni,.
kanarííuglar, og líklega ekki svo fáar tegundir dýra.
Til hvers flokksins teljast nú mennirnir? Er það
konan, sem geymir í skauti sér báða möguleikana
eins og hðrildið og kanarífuglinn, á hún yfir tveim
tegundum eggja að ráða, eða er það karlmaðurinn,.
sem er herra beggja kynja? Er konan »kynblending-
urinn« eða er það maðurinn, sem hýsir í eðli sinu
bæði karl og konu?
Sú skoðun mun vera algengust meðal þeirra vis-
indamanna, sem við þessi vandamál hafa mest feng-
ist, að það sé karlkynið, sem sé heterogametist hjá
mönnunum, en kvenkynið homogametist. Konan ætti
þá, eftir þeim bókum, að ganga með eina tegund
eggja, en aftur á móti maðurinn með tvær tegundir
sæðisdýra, og hefði helmingur þeirra kvenstefnu, en
helmingurinn karlstefnu. Menn færa þessu til stuðn-
ings beinlínis athuganir, er ganga út á það, að í
smásjá megi greina sundur tvær tegundir sæðisdýra,
er séu ólíkar að innri byggingunni (Guyer, Winiwater),
En ýrnsir hafa efast um, hvort þessar athuganir séu
réttar, og er þvf bezt að byggja ekki á þeim í bráð.
Aftur á móti hafa nákvæmar rannsóknir á ættgengi
vissra kvilla, svo sem t. d. litblindu, leitt í ljós mjög
sterkar líkur fyrir því, að það sé karlmaðurinn, sem
ákvarðar kynferði afkvæmisins. Svo er að sjá, sem
náttúran láti kylfu ráða kasti í þessu efni, hvoru
kyninu hún felur þessi völd, úr því að hún gerir
það á víxl án sýnilegra orsaka. Þetta, að konan
skuli vera hreint kyn — hrein kona —, en maður-
inn aftur á móti blandað kyn, sambland af karli og
konu, sýnist þvi vera rétt og slétt tilviljun, en það
er tilviljun, sem hefir djúptækar og óafmáanlegar
afleiðingar.