Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Qupperneq 149
IÐUNN
Piltur eða stúlka?
143
t>ær uppgötvanir, sem menn hafa gert á síðari
árum um þau öfl, sem ráða kynferði dýra og jurta,
sýnast ekki gefa sérlega glæsilegar vonir um það, að
hægt verði að hafa þar mikil áhrif í eina átt eða
aðra. Ef svo er, að kynferðið sé ákveðið fyrir fram,
áður en frjóvgun eggsins á sér stað, og ef svo er,
sem út lítur, að sæðisdýr mannsins séu skift til
helminga milli karlkyns og kvenkyns, þá er útlitið
heldur dauflegt, að hægt verði að breyta því hlut-
falli. Annað hvort yrði þá að hafa áhrif á sjálf þau
liflæri, sem mynda sæðið, eða þá að meðhöndla
sæðið á þann hátt, að önnur tegund dj'ranna 3rrði
fyrir meira skakkafalli en hin. En í hvora þessa átt,
sem menn vildu snúa sér, sýnist svo sem ósigrandi
örðugleikar mæti.
Ekki ber samt að neita því, að sumt bendir til
þess, að utan að komandi ástæður breyti stundum
þessu hlutfalli. Þess hefir verið getið hér að framan,
að meðal Evrópu-þjóðanna sé hlulfallið 100 stúlkur
móti 106 piltum, en aftur á móti sé hlutfallið meðal
svertingja á Kúba 100 stúlkur móti 96,8 piltum. Að
vísu væri hægt, að kenna tegundarmuninum um þetta,
því að slíks eru dæmi, að mismunandi tegundir,
bæði í dýraríkinu og jurtaríkinu, séu frábrugðnar í
þessu efni. En þetta fær dálítið nýtt útlit þegar þess
er gætt, að hagskýrslur sýna, að staða manna í
þjóðfélaginu hefir áhrif á hlutfallið milli pilta og
stúlkubarna í Evrópu. Punnet hefir t. d. sýnt, að
með heldra fólki í Lundúnaborg fæðast 107,6 piltar
móti hverjum 100 stúlkum, en aftur á móti ekki
nema 101 piltar móti hverjum 100 slúlkum hjá alþýðu
manna, þar sem efnahagurinn er lakastur en barna-
mergðin mest. Óskilgetin börn eru og nokkuð í átt-
ina tii öreigabarnanna, eða 104 : 100. Þetta er því
dálítið í áttina til þess, sem á sér stað með svert-