Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Qupperneq 151
ÍIÐUNN
Piltur eða stúlka?
145
Ættu þú efnaðri stéttirnar eftir þeim bókum að eign-
ast hlutfallslega íleiri stúlkubörn en fátæklingarnir,
•en það er þvert á móti í raun og veru.
Alveg í sömu átt fer það, sem menn vita um áhrif
hlýjunnar á kynferði afkvæmisins. Dýrafræðingurinn
Richard Hertwig hefir gert mjög merkilegar tilraunir
er sýnast benda á, að litill hiti verði þess valdandi,
að karlkyns afkvæmunum fjölgi. Herlwig tók ný-
frjóvgað eggjaefni og skifti því í tvo staði og lét svo
annan partinn þroskast i 30 stiga hita en hinn part-
inn í 15 stiga hita. Úr þeim hlutanum, sem naut
30 stiga hitans komu 344 karlskyns og 319 kvenkyns,
en úr hinum komu 260 karlkyns og 85 kvenkyns.
Lægri hitinn jók því karlkynið að stórmiklum mun.
Nú er það aikunna, að fátæklingarnir verða að búa
við miklu kaldari hibýli að vetrinum en efnaðri stétt-
irnar, og því mætti vænta fleiri piltbarna hjá þeim,
ef sama reglan gilti þar eins og tilraunirnar sýndu.
En það er þvert á móti. Það virðist því auðséð, að
hvorki mataræði né hlýja geti valdið þeim mismun
sem er á kynferða hlutfallinu hjá æðri og lægri stétt-
«tn manna í Evrópu.
Aftur á móti hefir Herlwig gert aðrar tilraunir,
sem sýnast geta átt mæta vel við það, sem á sér stað
hjá mönnunum. Hér er ekki unt að skýra nákvæm-
lega frá aðferöinni, sem Hertwig beitti við þessar
tilraunir, en þær gengu út á það, að Iáta karldýr
frjóvga egg eins og sama kvendýrs fjórum sinnum
með nokkuru millibili þannig, að eggin voru kyr í
móðurlífi dýrsins allan tfmann. Árangurinn varð at-
hugaverður. Avöxlur fyrstu frjóvgunar var þannig,
að karldýr og kvendýr komu i réttu hlutfalli, en
aftur á móti fengust t. d. einu sinni af annari frjóvg-
un, sem fór fram 72 timum síðar, 96 karldýr móti
einu, sem ekki var hægt að greina hvers kyns var.
1 annað skifti, þar sem 96 tfmar iiðu milli annarar
lflunn VIII. 10