Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Page 153
IÐUNN
Piltur eða stúlka?
147
verða piltbörnin sem fæðast færri í samanburði við
stúlkubörnin. — Þetta kemur og beim við reynslu
griparæktarmanna. JÞví fleiri hryssur, t. d., sem eru
um hvern fola, því fleiri verða hestfolöldin, Það staf-
ar þá af því, að folinn kemst ekki fyr en það yfir
allar hryssurnar, að sum eggin ná yfirþroska. Auð-
vitað er það ekkert annað en tilgáta, að þessu sé
svona farið um menn, en það sýnist ekki fjarri sanni,
að hjón, sem ekki hafa eignast son, athuguðu, hvort
þessi tilgáta gæti komið þeim að liði.
Það liggur í augum upp', að jafnvel þótt alt gengi
upp á það bezta, væri þó ekki hægt með þessu móti
að breyta neinu verulegu í þágu annars hvors kyns-
ins, og alt yrði það að mestu leyti tilviljun hvernig
það færi. En á hinn bóginn er ekki að vita, nema
vísindin kunni að færa oss stórfurðulegan og óvænt-
an árangur í þessu efni. Náttúran sjálf sýnist sem
sé hafa til sýnis sannkölluð meistarastykki í þessa
átt, þólt menn hafi ekki þekt þau fyr en nýlega. Hér
er einkum átt við snýkidýr eitt, sem lifir í kröbb-
um og er, vegna þess að það er eins og poki í lag-
inu, kallað Sacculina. Snýkidýr þetta hefst við í
innýflum krabbans, og leggur sér ekki annað til
munns en eggin. Ef Sacculina kemst inn í ungt karl-
dýr, þá er þar, eins og nærri má geta heldur fátt
um fína drætti fyrir slíkan sælkera. En vili menn:
snýkidýrið hefir þau áhrif, að krabbinn fer að verða
líkari og likari kvendýri. Klærnar verða miklu minni
en á karldýrinu, en bakhlutinn, sem annars er mjög
rýr á karldýrinu, stækkar feykilega, eins og á kven-
dýrinu. En þó er það kynlegasta eftir enn. Ef krabb-
inn á annað borð drepst ekki af þessu öllu saman í
byrjun, fer hann smám saman að breytast í virki-
legt kvendýr og framleiða egg. Og þá getur Saccu-
iina tekið til matar sins.
í jurtaríkinu má benda á nákvæmlega samskonar