Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Page 156
IÐUNN
Þegnskylduvinnan
i Búlgaríu,
Það eru nú 20 ár siðan Hermann Jónasson bar
þá tillögu fram á Alþingi, að setja hér á fót þegn-
skylduvinnu, sem kæmi í stað kerskyldunnar er-
lendis. Pessi hugmynd var nhkkurskonar hvítur hrafn
á þinginu, því hún var ekki sólt til Dana eða ann-
ara nágrannaþjóða eins og flest nýmælin á Alþingi.
Hermanni hatði dottið þetta sjáltum í hug og ef vér
hefðum kunnað með að fara, þá værum vér nú
brautryðjendur í merkismáli og hefðum getið oss
góðan orðstýr.
Að sjálfsögðu var tillagan steindrepin og átti visa
Páls Jónssonar um þegnskylduvinnuna hvað mestan
þátt í því. Menn fundu og bráðlega annan auðveld-
ari veg til þess, að koma ýmsu í verk, nefnilega að
taka lán á Ián ofan í útlöndum og láta börnin borga
súpuna, ef þau hefðu þá nokkuð að borga með
annað en sjálfstæði landsins.
Pegnskylduvinnunni var fundið margt til foráttu
sem vonlegt var, því menn voru hræddir við ný út-
gjöld og að þeir þyrftu eitthvað á sig að leggja, sem
ekki yrði af sér skotið á »hin kjördæmin«. Það er
ekki ófróðlegt að ryfja upp nokkrar helztu mótbár-
urnar, og skal ég þá jafnframt svara þeim í fám
orðum.
1) Pað lá þá fyrst í augum uppi, að dýrt var og
erfitt, að safna þegnskyldufólkinu saman á einn eða
tvo staði eins og gert er með hermenn í útlöndum,
þó æskilegt væri það til þess, að geta skoðað heilsu-
far fólksins o. fl. Par hefðu þá þurft að vera mikil