Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Page 157
1ÐUNN
Pegnskylduvinnan í Búlgaríu.
151
húsakynni fyrir alt fólkiö og annar nauðsynlegur
viðbúnaður. Þá hefði aftur þurft að skifta fólkinu í
marga vinnuflokka og flytja hvern á sinn stað, stund-
um á annað landshorn. Hver flokkur hefði þurft
góðan, helzt ágætan verkstjóra og hvar átti að taka
þá? Þá hefðu og vinnuáhöld, tjöld og aðrar nauð-
synjar kostað mikið og þar á meðal vinnuföt, ef
Jandið hefði lagt þau til. Að lokum hefði orðið að
flylja flokkana heim aftur að loknu starfi. Alt þelta
hefði orðið kostnaðarsamt og rýrt stórnm vinnu-
tfmann. Áreiðanlega hefði það verið dýrt og erfitt
að koma þessu öllu á fót í fyrstu byrjun.
Þessari mótbáru má svara á þann hátt, að vinnan
getur eins veiið sýsluvinna eins og landsvinna og
þá sparast ferðalögin og tímatöfin við þau. Þá má
og byrja á einni sýslu eða tveimur og færa svo út
kvíarnar eftir því sem reynsla fengist og betri þekk-
ing. Við svo litla byrjun yrði hvorki skortur á verk-
stjórum, vinnuáhöldum eða öðrum útbúnaði og kosln-
aðurinn y^rði smávaxinn. Ef fólkið væri sett í að
byggja ibúðarhús (steypa veggi) yrði langt komið
að byggja hverja sýslu upp á 25 árum. Þegnskyldu-
vinnan myndi langdrægt nægja til þess, að sjá þjóð-
inni fyrir góðum húsum og góðum vegum eða öllu
heldur þeirri vinnu, sem í það gengi.
2) Önnur mótbára var sú, að þegnskylduvinnan
hlyti að fara fram að sumarlagi, en um heyskapar-
timann megi ekkert mannslið missast frá heyskap
og öðrum nauðsynjastörfum. Mótbáran er að mestu
leyti bull eitt. Höldum vér ekki hvort sem er vega-
gerðarmenn alt sumarið og er ekki verið að byggja
hús alt sumarið? Vér komumst ekki hjá þvf, að
taka fjölda manna frá heyskap og öðrurn störfum
til þessa.
3) Þriðja mótbáran var sú, að vinnan yrði verk-
leysa, sem ekki svaraði kostnaði. Sjómaðurinn, sem