Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Side 159
ÍÐUNN
Þegnskylduvinnan i Búlgaríu.
153
mannaskálunum, að þeir eru látnir ganga í einkenu-
isbúningum hermanna o. þvil. Annars er eftirtektar-
vert hversu þeir hafa reynt að ráða fram úr ýmsum
annmörkum, sem Islendingar ráku sig á, þegar rætl
var um þegnskylduvinnuna. Eftirfarandi lýsing á fyrir-
komulaginu er tekin eflir grein í »Berlinske tidende«
13. sepl. eftir Henry Hellsen, sem fór til Búlgaríu tii
þess að sjá þessa nýlundu.
Þegnskyldan nær til allra karla sem náð hafa tví-
tugu og allra kvenna sem eru fullra 16 ára.
Vinnutíminn er 8 mánuðir i þarfir rikisins — eitt
skifti fyrir öll og 10 dagar í þarfir hreppsins í 2 ár.
Kaupa má sig lausan, en það kostar 8 — 25 þús. kr.
eftir efnahag, og örfáir hafa óskað þess. Að sjálf-
sögðu sleppa allir fatlaðir og heilsuveilir, en að eins
6—10°/o ganga úr af þeim ástæðum. Pað varðar fleiri
ára fangelsisvist ef reynt er að smeygja sér undan
vinnunni hver svo sem á hlut að máli.
Þeirri reglu er fylgt við vinnuna, að hver skuli
vinna það verk sem hann er vanur, að svo
miklu leyti sem unt er. Nú er allur þorri vinnu-
mannanna sveitamenn og hefir reynslan sýnl, að
þeir leysa vel af hendi alla moldarvinnu við vega-
gerð, hafnir og járnbrautir, en auk þess starfa þeir
áð skógarhöggi, grysja skóg o. þvíl. Er ærið að starfa
í þessum efnum og meðal annars hefir ódýra þegn-
skylduvinnan lækkað verðið á eldivið. Þessi störf eru
megin vinnunnar enn sem komið er, en annars er
hún furðu fjölbreylt. Skraddarar sauma fötin handa
vinnumönnunum, skósmiðir gera skó handa þeim og
bæta þá sem bila. Húsameistarar eru látnir gera
uppdrætti að allskonar nauðsynjahúsum, steinsmiðir
og trésmiðir eru settir i að byggja þau. Verkfræð-
ingar mæla þau mannvirki, sem gera skal og gera
uppdrætti að þeim, stýra vegavinnu og öðrum frám-
kvæmdum. Málarar eru látnir mála húsin sem bygð