Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Page 160
154
Guðra. Hannesson:
IÐCNN
eru en listmálarar eru sendir á fegurstu staði lands-
ins og látnir mála myndir af þeim, en þær á landið
síðan, ef það ekki selur þær. Er sagt, að allar sljórn-
arskrifslofur í Sofía séu nú þaktar í slíkum myndum!
Myndhöggvarar fá að móta líkneski og hafa flestir
þeirra smitast af vinnufólkinu, og tekið verkamenn-
ina við stritið sér tii fyrirmyndar. Rithöfundar og
skáld fá það starf að skrifa og yrkja um þegnskyldu-
vinnuna og hafa þeir víðfrægt hana og öll hennar
afrek á allar lundir.
En hvað gera þá stúlkurnar? Margar vinna að
ýmsum nauðsynjastörfum fyrir ríkið, skrifstofustörf-
um, gæta talsíma o. íl. Þá eru hraustar sveitastúlkur
iátnar vinna að vegagerð! Sú vinna kvað vera engu
erfiðari með góðum áhöldum en sveitavinna sú sem
þær hafa vanist. Stúlkurnar sleppa þó betur en karl-
mennirnir, því töjuverðu af vinnutíma þeirra er varið
til kenslu. Kend eru ýms nauðsynjastörf á heimilum,
undirstaða í sjúkrahjúkrun en einkum forn heimilis-
iðnaður, sem Búlgarar vilja nú blása nýju lífi í.
Stúlkunum er ekki safnað saman á sama hátt og
piltunum, heldur vinna þær á víð og dreif þar sem
þörf er fyrir þær og ekki bera þær einkennisbúning.
t*að eru nú 2 ár síðan lögin um þegnskylduvinn-
una gengu i gildi. Alt skipulagið er auðsjáanlega
dýrt og óhugsanlegt að vinna stúlk.nanna svari kostn-
aði. Vinnan hefir kostað ríkið alis (1922) 180 mill.
leva (1 kr. um 15 leva), en tekjur voru taldar 270 mill.
Eftir þessu ætti þó að vera ríflegur tekjuafgangur.
Hversu sem nú litið er á þessa reikninga, þá er hitt
þýðingarmeira, að síðan lögin voru slaðfest hefir ný
stjórn tekið við völdiím og andstæð hinni fyrri, en
hún vill halda þegn'skylduvinnunni og er ánægð með
árangur hennar. Pjóðin sýnist einnig vera ánægð og