Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Síða 162
156
Ritsjá.
IÐUNN
fram úr, eða til 1894, þegar Gr. lýkur við aðal part æflsög-
unnar. En svo bætti hann siðar nokkru við. Loks er eflir-
máli eftir Þórð lækni Edilonsson, sem er tengdasonur
böfundarins.
Æflsagan er skrifuð stilt og rólega og hvcrgi sleppir höf.
sér út í gáska þann, sem flestir þekkja frá penna hans.
En þó bregður allstaöar innan um fyrir þessum einkenni-
legu setningum, sem engin hætta er á að villi á sér heim-
ildir. Hvergi er heflað utan af dómum um menn og mál-
efni, hvorki um hann sjálfan né aðra. Lýsir hann fjölda
manna, dregur upp af þeim myndir meö svörtu og hvítu
i fáum dráttum, bæði útliti þeirra og innra manni. Verður
að taka þá dóma eins og þeir liggja fyrir, og miklu meira
er oft á slikum dómum að græða heldur en þeim, sem
bera það með sér, að verið er að fægja þá og krulla þang-
að til engin lina né litur er eftir, sem hægt er að grcina
með vissu, til þess að enginn styggist við. Hitt er annað
mál, að taka verður tillit til smekks og geðþótta höfundar-
ins. Rað er hans álit, sem um er að ræða.
Bezt er æflsagan framan af. Það sem sagt er frá siðustu
árunum er bæðí styttra og ómerkilegra, og of mjög blandað
gremju yfir flestu og flestum. Gröndal féll aldrei vel inn í
það umhverfi, sem lifsstaða hans og mentun vísaði hon*
um á, þetta sápuþvegna og hrukkulausa oddborgara télag
hversdagsmanna. Hann var fæddur til þess að fara einför-
um, sérkeunilegur listamaður og brennandi frelsismaður.
Hann fellir sig ekki við aðra og aðrir ekki sig við hann^
en þá er honum laus kutinn og er þá ógæfan vís. Að lok-
um verður hann svo gramur og fer að hafa alt á hornum
sér, flnst sér vanþakkað alt og enginn skilja sig. Hann
einangrast meir og meir. Alt þetta skín út úr æfisögunni.
Hún er merkileg æflsaga einkcnnilegs manns.
Gröndal hefir lýst sjálfum sér snildarlega með þessari
æfisögu, svo snildarlega að betri mynd fæst aldrei af hon-
um. Það er yfirleitt þessi stórkostlegi munur á sjálfsæfi-
sögum og æfisögum annara, að æfisögur annara lýsa
manninum, en sjálfsæfisögur sýna manninn. Hann sést
bezt þar sem hann talar ekki um sjálfan sig og veit ef til
vill ekki, að hann er að lýsa sér, einkum þegar stillinn er