Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Page 163
IÐUNN
Ritsjá.
157
jafn persónulegur og Gröndals still er. En auk þess eru,
þegar réttum frádrætti er beitt, ágætar lýsingar á fjölda
annarra manna. Tek ég til dæmis Konráð Gislason og
það sem at honum er sagt. Og fyrir menningarsöguna er
hér margt ágætt.
Frágangur bókarinnar er vandaður. Myndir eru framan
við af Gröndal og konu hans, af Gröndal við teikniborðið
(afbragðsmvnd) og af Görðum á Álftanesi eftir tcikningu
Gröndals sjálfs. Auk þess er rithandar sýnishorn.
Prentvillur hafa þvi miður komist nokkrar inn í til-
vitnanir úr erlendum málum og sumar slæraar. Nefni ég
að eins þessar: Habet mater fyrir Stabat mater og er það
slysaleg villa, sem Gröndal mundi hafa gramist (bls. 231)
og Destine and Fall fyrir Decline and Fall (bls. 273) en
annars er prófarkalestur góður. M. J.
Jakob Jóh. Snxári: íslenzk málfræði. Rvk 1923 (Ár-
sæll Árnason).
Bók þessi er ætluð lil kenslu i Mentaskólanum og öðr-
um skólum og var hennar mikil þörf, því að kenslubók
Wimmers er að mörgu leyti úrelt (nær að eins yflr gamla
málið) og sögulegt Ágrip Finns Jónssonar að ýmsu leyti
óhentugt, en bók Valtýs Guðmundssonar um nútiðarmál
er rituð á dönsku og að ýmsu leyti of visindaleg fyrir
skólana. Höfuðkostur bókar þessarar er sá, að þróun ís-
lenzkrar tungu frá fornöld og fram á vora daga er sýnd
óslitin og mjög víða skýrt frá breytingum þeim, er urðu í
miðmálinu, enda er höf. manna kunnugastur breytingum
þeim, er urðu á 14. og 15. öld. Pá er og kafli um orð-
myndun i bók þessari og annar um bragfræði, er gerir
ljósa grein mismunar á nútíðarskáldskap og fornaldar og
víkur einnig að breytingum þeim, er urðu á miðöldum
vegna hljóðdvalarbreýtingarinnar í málinu. Er þetta ljóst
og skipulega framsett og dæmi víðast vel valin.
Á örfá atriði skal hér drepið. Sumar tilbúnar myndir
eru ekki alveg réttar eins og t. d. samkunda<^ *kumda (bls.
70); m varð að n i þessu orði á frumgermönskum tíma
eins og sést i öðrum germ. málum (sbr. þý. -kunft), en á
þeim tíma cnduðu veik kvk. orð á -on.