Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Page 164
158
Ritsjá.
IÐUNN
Á bls. 34 segir böf., að p, t, k hafi lengst í nýmáli (og
ef til vill i miðruáli) undan 1, n: epli varð eppli o. s. frv.,
en litill vafi mun á, að þessarar breytingar hafi gætt í
elzta máli, þótt venjulega sé ritað einfalt p, t, k eins og
enn. Ekki er og rétt, að öðrumegin, báðumegin o. s. frv
(bls. 34) sé til orðið úr þgf. flt., heldur úr þolfallsmyndinni.
veginn (orðið vegr var upprunalega a-stofn).
Á bls. 59 segir höf,, að fyndni, freistni, gleði, æfi sé til
i flt. Það er eðli þessara orða (in-stofna) að vera án flt. og
þó dæmi kunni að finnast eins og f. d. freistnir (er kemur
fyrir í Barlaamss..) er ekki rétt að telja þessi orð meðal
fleirtöluorða. — Bls. 60 er myndin kýrinni vafalaust prent-
villa, þvi að ofar á sömu bls. er rétta myndin, kúnni.
Framsetningin öll er Ijós og skipuleg og reglur allar
stuttorðar og gagnorðar. Verður bókin vafalaust mjög
notuö við kenslu í íslenzku. .4. J.
Sigurjón Jónsson: Æfintýri I. Með teikningum efir Jólis,
S. Kjarval. Rvik MCMXXIII.
Æfintýrin eru þrjú: Konungur íslands, Blómálfarnir og
Trunt-Trunt og Feigsbrekka.
Konungur íslands er fyrst og lengst. Segir þar sögu ís-
lands frá því löngu fyrir landnám og fram á vora daga og
miklu lengur í líkingaraáli. Konungur íslands, sem þó er
ekki nema undirkonungur jarðkonungsins, sem aftur er
undirkonungur sólkonungsins, liorfir á og tekur þátt í því,
fyrst hvernig landið er óbygt nema af náttúruöndum en
byggist því næst mönnum og svo hvernig um þá fer. —
Njáll, hinn ágætasti allra barna þjóðarinnar vex upp til
þess að verða konungur íslands eftir að hann hefir sigrað
llagðið mikla og brej'tt því í indælan anda, en reyndar
hafði ilagöiö þó sitt hlulverk af höndum að inna þjóðinni
til góðs, þótt aðfarirnar væru ekki fagrar. Alt eru þetta
persónugervingar þeirra afla, sem starfa og bera þjóðina
áfram eftir þeirri braut, sem hún á að ganga og verður
að ganga. Og bjartsýni höf. kemur fram í því, að alt,
hvort sem sýnist ilt eða golt, stefnir í rétta átt. Er cnginn
vafi, að guðspekin leggur honum hér sem víða annars-
staðar til bæði efní og búning.