Kirkjuritið - 01.09.1950, Page 6

Kirkjuritið - 01.09.1950, Page 6
Albert Schweitzer. Líf hans og starf. Það er með hálfum huga, sem ég ræðst í að flytja erindi um Albert Schweitzer í tilefni af því, að hann átti 75 ára afmæli á þessu ári. Ekki af því að mér sé eigi þetta um- ræðuefni kært, því að ég hefi lengi haft mesta yndi af að lesa rit hans og tel hann einn hinn mesta afreksmann mannkynsins nú sem stendur, heldur af því, að viðfangs- efnið er svo mikið, að engin tök eru á að gera því nokkur skil í stuttu máli. Verður því að nægja að drepa aðeins á nokkur atriði og þá einkum í því skyni að vekja athygli þeirra á honum, sem hingað til hafa ef til vill ekki gefið honum gaum sem skyldi. Albert Schweitzer er líklega einhver fjölgáfaðasti snill- ingur vorra tíma og um leið frumlegasti hugsuður. Hann hefir tekið fjögur doktorspróf, í heimspeki, guðfræði, hljómlist og iæknisfræði, og þrjú af þeim tók hann innan við þrítugt á þeim tíma, þegar aðrir sitja venjulega enn á skólabekkjum og var þá þegar orðinn heimsfrægur fyrir vísindaleg afrek og snilligáfu. Auk þess hefir hann hlotið fjöldamargar doktorsnafnbætur í heiðursskyni frá ýmsum háskólum. En það er þó ef til vill ennþá merkilegra um hann, að jafnframt hinu andlega starfi hefir hann sýnt frábæra hæfni í organleik, skurðlækningum, byggingarlist, jarð- rækt og skipulagningu sjúkrahússmála í hitabeltinu. Það er eins og allir hlutir liggi þessum manni í augum uppi, og hann kastar hvergi höndunum að neinu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.