Kirkjuritið - 01.09.1950, Page 27

Kirkjuritið - 01.09.1950, Page 27
ALBERT SCHWEITZER 179 eftir ógert í guðfræði og hljómlist, fyrir þrítugsaldur, og helga það sem eftir yrði ævinnar mannúðarstörfum. Þess vegna vann hann eins og hamslaus maður að þessum hugð- arefnum sínum, og bækur hans, stór og þykk rit, sem kröfðust geysilegra rannsókna, komu frá honum eins og skæðadrífa. En ákvörðun hans kom öllum vinum hans á óvart. Þeim fannst þetta brjálæði, en hann lét það ekkert á sig fá. Hann var í þessu jafn raunsýnn og öðru. Honum datt ekki í hug að fara sem venjulegur trúboði. Til hvers var að fimbulfamba við dauðveika menn og vesæla um kærleika Guðs, sem þeir ekki þekktu né skildu? Fyrst varð að koma til þeirra með kærleika Guðs, hjálpa þeim og vinna traust þeirra. Því settist hann á ný á skólabekk og nam allt, sem hann hugði að gæti að haldi komið í þessu hjálparstarfi. Síðan seldi hann eigur sínar og skrapaði saman öllu fé, er hann gat fengið fyrir bækur sínar, og þannig lagði hann sér til fararefnin að mestu leyti sjálfur. Aðkoman í Lambarene var hér um bil eins erfið og hugsast gat. Þar hafði að vísu verið trúboðsstöð, en hún var nú yfirgefin og húshjallarnir voru greni, komin að hruni. Enginn læknir var þarna fyrr en í meira en hundrað mílna fjarlægð. Hann varð fyrst að nota gluggalausan hænsnakofa fyrir skurðlækningastofu og var þakið hálf- dottið inn. Húsagarðurinn var móttökusalur, þar sem gerð- ar voru minni háttar aðgerðir. Sjúklingarnir streymdu þegar í stað að honum hvaðanæfa frá, haldnir mýrarköldu, holdsveiki, svefnsýki, kviðsliti, lugnabólgu og öllum mögu- legum kvillum. Heilbrigðisástandið var miklu verra en nokkurs staðar í Evrópu. Og erfitt var að fá þessa vesal- inga til að hlíta nokkrum fyrirmælum sökum fávísi og hjátrúar. Þeir voru vísir til að drekka úr meðalaglösunum í einum teyg eða eta smyrslin, sem þeir áttu að bera utan á sig. Aldrei var hægt að treysta því að þeir gerðu eins og þeim var sagt, nema höfð væri á þeim vakandi eftir-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.