Kirkjuritið - 01.09.1950, Page 29

Kirkjuritið - 01.09.1950, Page 29
ALBERT SCHWEITZER 181 mikinn töframann. „Fyrst drepur hann mennina, svo lækn- ar hann þá og því næst vekur hann þá upp.“ Þetta var lýsing þeirra á venjulegum uppskurði. Verst þykir honum að fást við þá fyrir það, að engu þeirra orði er að trúa og svo stela þeir öllu steini léttara, svo að ekki má ganga um þvert hús nema læsa niður. Það tilheyrir blátt áfram lífsskoðun þeirra, að allt, sem liggur á glámbekk, sé réttmætt herfang og dugir enginn kristindómur til að venja þá af þessu. Þannig stela þeir lsekningatækjum hans og nótnabókum, ef hann hefir ekki á þessu vakandi auga og kemur því undir lás og loku, ef hann víkur sér frá. Hefir þetta oft orðið til stórbaga. Með öðrum orðum: Þetta eru eins og hreinir óvitar og þannig umgengst hann þá og umber bresti þeirra með bróður- legri alúð. Frá starfi sínu í Afríku hefir hann sagt í þrem bókum, sem eru hver annarri hugðnæmari: Zwischen Wasser und Urwald, Mitteilungen aus Lambarene og Afrikanische Ge- schichten, sem komið hafa út á mörgum tungumálum. En þrátt fyrir allt þetta þrotlausa mannúðarstarf hefir honum einnig gefizt tími þar syðra til að rita bækur eins og Kultur und Ethik og fleiri merkileg rit, og ver hann þá venjulega hluta af nóttinni til vísindalegra ritstarfa eða hljómlistar. Stundum rispar hann hugsanir sínar niður í vasabók sína, meðan hann þarf að fara langar ferðir eftir fljótinu á eintrjáningsbátum. Annars harmar hann ekki hlutskipti sitt. Óvíða segir hann að sér þyki betra að hugsa og hlusta eftir leyndar- dómum alls lífs en einmitt þarna, er hann situr úti við opinn gluggann og hann horfir á mánann rísa yfir hinn þögula frumskóg, yfir hina hrikafengnu fornaldarfegurð Afríku. ,,Ó, Afríkukyrrð, hversu mikið á ég þér að þakka,“ segir hann á einum stað í bréfum sínum. Þetta er nú þegar orðið langt mál, en þó að litlu gagni. Ég vona samt, að mér hafi tekizt að gera nokkurn veginn Ijóst, að hér er enginn meðalmaður á ferð, heldur maður,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.