Kirkjuritið - 01.09.1950, Síða 30

Kirkjuritið - 01.09.1950, Síða 30
182 KIRKJURITIÐ sem er jafn frábær að andlegu og líkamlegu atgervi, gáfum og lærdómi, hugsjónum og listagáfu, mannúð og mann- kostum, einn af fáum öndvegismönnum mannkynsins nú sem stendur. Fórn hans kann að sýnast vonlítil, því að það, sem hann einn orkar til hjálpar þessum minnstu bræðrum, er vitanlega ekki nema eins og dropi í hafið. En hann valdi samt þessa leið og gerðist með því hróp- andi vitni til samvizku mannkynsins um þann veg, sem ganga þarf til að bjarga menningunni. Aðeins hinn siðlegi vilji, sem kemur fram í starfi og reistur er á virðingu fyrir lífinu, góðvild og mannkærleika, getur nú borgið hinni hrynjandi menningu Vesturlanda, sem sjálfselska og efnishyggja hefir ormétið að rótum og er dauðadæmd, ef ekki verður snúið við. Albert Schweitzer er nú sem stendur eitt hið bjartasta leiðarljós mannkynsins, og það mun standa ljómi af honum og starfi hans í aldir fram. BENJAMÍN KRISTJÁNSSON. Guðfræðingamót í Lundi. Frjálslyndir guðfræðingar héldu mót í Lundi í Svíaríki 20. —25. júlí, og var höfuðverkefni þess að undirbúa næsta alþjóða- þing Allsherjar samtakanna til eflingar frjálslyndri kristni. Bjöm Magnússon prófessor sótti þingið af íslands hálfu. Hann flutti þar prédikun, er mun verða útvarpað síðar frá Hollandi. Fundur prestafélaga Norðurlanda. Sameiginlegur fundur prestafélaga Norðurlanda var haldinn í Helsingfors dagana 3.—7. ágúst. Fulltrúar þar frá Presta- félagi íslands voru þeir séra Jón Pétursson prófastur og séra Guðmundur Sveinsson. Japanskeisari hlynntur kristinni trú. Fregnir frá Japan berast um það, að miklar horfur séu þar á útbreiðslu kristinnar trúar. Keisarinn lætur veita nánustu skyldmennum sínum fræðslu í kristindómi, og nýlega eru höfð eftir honum þessi orð: „Sendið oss fleiri trúboða. Þjóð mín þarfnast kristindóms.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.