Kirkjuritið - 01.09.1950, Page 35

Kirkjuritið - 01.09.1950, Page 35
KRISTINDÓMURINN OG MANNGILDIÐ 187 höfundar, hvort mennirnir eigi að fá að lifa persónúlegu lífi. Hér ógna hættur úr öllum áttum. Ég ætla aðeins að benda á það örfáum orðum, sem mestu máli skiptir. Fjöldinn ætlar að gleypa einstaklinginn. Nútímatæknin hefir gefið múgmennskunni byr undir báða vængi. Nútímaríkið miðar að því að verða æðsta ráð og stjórn- andi hvers og eins, með valdið að bakhjarli. Áhrifa gætir frá Austurlöndum, en þar er vestræna hug- myndin um fullkomnun persónuleikans svo fjarlæg mönn- unum, að ekkert heiti er t. d. til á henni í tungumálum flestra austrænu þjóðanna. Forlagatrúin ræður og sú tilfinning, að maðurinn sé vanmáttugur og einskis virði. „Sagan lætur persónuleikann sig engu skipta,“ segir rússneskur heimspekingur. Vesældómur ríkir, sá er kemur yfir einstaklinginn, þegar hann lendir í kvörn véltækninnar og framleiðslunnar. Þar fer oft svo, að manngildið verður miðað við gagnið eitt, sem má hafa af manninum. Ytri aðstæðum er oftreyst og þeim ætlað að geta ,,um- skapað manninn“. Einhliða félagsmálasjónarmið á að ráða úrslitum um manngildið. Loks beinist sum nútímasálarfræði að því að reyna að leysa sundur sjálfan kjarna persónuleikans. Menning nútímans vill vama mönnum þess að lifa per- sónulegu lífi. En persónuleiki er aðeins annað orð um nianngildið. Vandaspumingin er einmitt þessi: Hefir ein- staklingurinn gildi, sem varir, sjálfstætt gildi? Sú skoðun, að einstaklingurinn hafi óviðjafnanlegt og einstætt gildi, er langt frá því að vera öllum í blóð borin. Nei, manngildinu í þessari merkingu er mjög þröngur stakkur skorinn á okkar jörð. Manngildinu hefir verið haldið fram undir vissum sögulegum kringumstæðum, og ákveðin lífsskoðun og lífsspeki hefir haldið því á lofti og þó einkum lífemið. Það varðar miklu að gjöra sér þetta Ijóst, því að þá skilst einnig, að þessi skoðun á mönnunum 13
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.